Fara beint í efnið

Evrópska sjúkratryggingakortið

Umsókn um Evrópska sjúkratryggingakortið

Réttindi korthafa

Korthafi á ferðalagi erlendis á ekki að þurfa að snúa aftur til heimalands síns fyrr en áætlað var til þess að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Hér er þó ekki átt við þá aðila sem myndu teljast búsettir í viðkomandi landi.

Læknir í dvalarlandi metur heilsufar og nauðsynlega meðferð. Þegar komið er til veitanda heilbrigðisþjónustu þarf að framvísa evrópska sjúkratryggingakortinu ásamt vegabréfi.

Kortið gildir fyrir

  • nauðsynlega læknisþjónustu innan opinbera sjúkratryggingakerfis dvalarlands

  • nauðsynlega lyfjaþjónustu innan opinbera sjúkratryggingakerfis dvalarlands

  • blóðskilun og súrefnisþjónustu eftir þörfum í öðru EES landi, Bretlandi og Sviss en sérstakar reglur gilda um þessa þjónustu. Gera verður samkomulag um slíka þjónustu fyrirfram (tímanlega) hjá viðkomandi þjónustuaðila.

Kortið gildir ekki

  • þegar um er að ræða þjónustu sem veitt er á einkareknum sjúkrastofnunum

  • ef tilgangur farar er að fá heilbrigðisþjónustu eða sérstaka læknismeðferð erlendis

  • um heimflutning til Íslands eða annarra breytinga á ferðaáætlun vegna alvarlegra veikinda eða andláts

Greiðslur

Korthafi greiðir sama gjald fyrir heilbrigðisþjónustu og þeir sem eru tryggðir í almannatryggingakerfi viðkomandi lands. Þessi sjúklingshluti fæst ekki endurgreiddur.

Í sumum löndum greiða lífeyrisþegar og börn lægra gjald en aðrir fyrir heilbrigðisþjónustu. Einstaklingar gætu þurft að sýna fram á stöðu sína til þess að njóta réttinda í samræmi við það, til dæmis með framvísun örorkuskírteinis.

Viðbótartryggingar

Algengt er að ferðafólk kanni hvers konar tryggingar þeir hafa og hvort þær gilda á ferð erlendis. Nauðsynlegt getur verið að kaupa ferðatryggingu hjá tryggingafélögum. Slíkar tryggingar greiða bætur fyrir fleira en almannatryggingar gera, t.d. kostnað vegna heimflutnings.



Umsókn um Evrópska sjúkratryggingakortið

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar