Fara beint í efnið

Bóka- og skjalasöfn

Allir geta fengið bækur og annað safnefni almenningsbókasafna lánað gegn framvísun bókasafnsskírteinis. Á vefjum safnanna er meðal annars að finna upplýsingar um skírteini, gjaldskrá og reglur um útlán.

Blindir, sjónskertir og þeir sem ekki geta nýtt sér prentað letur geta fengið lánaðar hljóðbækur og texta á blindraletri hjá Hljóðbókasafni Íslands.

Í flestum grunn-, framhalds- og háskólum eru skólabókasöfn sem sérstaklega eru ætluð nemendum og starfsfólki skólanna.

Landsbókasafn – Háskólabókasafn er rannsóknarbókasafn, þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Íslands. Safnið er opið öllum 18 ára og eldri og börnum í fylgd með fullorðnum. Hjá mörgum stofnunum og fyrirtækjum eru einnig sérfræðibókasöfn ætluð starfsmönnum.

Þjóðskjalasafn og héraðsskjalasöfn víðsvegar um landið geyma skjöl sem meðal annars snerta réttindi ríkisins, sveitarfélaga og almennings. Hverjum þeim sem óskar er heimill aðgangur að þeim. Undantekningar eru nokkrar sem flestar lúta að almannahagsmunum og persónuvernd einstaklinga.

Gagna- og upplýsingavefir ætlaðir almenningi

Vert að skoða

Lög og reglugerðir