STCW Atvinnuskírteini sjómanna á farþega eða flutningaskipum
STCW áritun erlends réttindaskírteinis á kaupskip og farþegaskip
Samgöngustofa áritar erlend skírteini frá ríkjum sem fullgilt hafa STCW - alþjóðasamþykktina og réttindaskírteini frá EES ríkis enda standist þau skírteini kröfur STCW, skal áritun erlendra skírteina vera í samræmi við lög um áhafnir skipa og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Heimilt er veita lögmætum erlendum handhöfum skírteina leyfi til starfa á tilteknu skipi í allt að þrjá mánuði, þar til viðkomandi gögn hafa verið sannreynd og erlenda skírteinið viðurkennt, enda geti viðkomandi skilið fyrirmæli yfirmanna skipsins og stjórnað verkum í þeirra umboði.
Fylgigögn
Afrit af forsíðu (myndasíðu) vegabréfs
Erlent atvinnuskírteini
Nýleg mynd í vegabréfsstærð - stafræn
Greiðsla fyrir áritun

Þjónustuaðili
Samgöngustofa