Undanþágur til að gegna stöðu á skipi án tilskilinna réttinda
Heimildir til undanþágu frá kröfu um réttindi til í tilteknar stöður hafa verið felldar inn í ný lög um áhafnir skipa. Samkvæmt lögunum er Samgöngustofu heimilt í undantekningartilvikum að veita einstaklingi undanþágu til að gegna stöðu á tilteknu skipi þótt hann hafi ekki tilskilin réttindi, þó ekki lengur en til 6 mánaða. Undanþáguna má þó aðeins veita þeim sem hefur skírteini til að gegna næstu lægri stöðu eða hefur lokið tilskildu námi til öflunar skírteinis í þá stöðu sem sótt er um undanþágu fyrir.
Undanþágu má ekki veita til að gegna stöðu skipstjóra eða yfirvélstjóra nema í neyðartilvikum og þá aðeins í eins skamman tíma og unnt er.
Þá má ekki veita undanþágu sem fer gegn ákvæðum alþjóðasamþykkta, samanber STCW og STCW-F.
Laga og reglugerðastoð
Lög um áhafnir skipa nr. 82/2022.
Reglugerð um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, nr. 944/2020.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa