Afskráning skips af skipaskrá
Hægt er að afskrá skip annað hvort innanlands eða úr landi og til að hægt sé að afskrá skip þarf það að vera skuldlaust við Samgöngustofu og veðbandalaust hjá Sýslumanni. Afskráning er aðeins framkvæmd ef skýrar ástæður liggja fyrir um ástæðu afskráningarinnar.
Ef ætlunin er að endurskrá skipið síðar þarf að senda inn beiðni um endurskráningu þegar það hefur verið afskráð úr skipaskrá.
Afskráning skips innanlands
Til að afskrá skip sem ekki fer úr landi þarf að senda inn umsókn með eftirfarandi gögnum:
Hreint veðbókavottorð
Greiðsla fyrir afskráninguna er 6.406 krónur og er samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu. Greitt er fyrir umsóknina í lok rafræna umsóknarferilsins hér fyrir neðan.
Þegar skipið er skuldlaust samkvæmt bókhaldi Samgöngustofu eru útgefin tvö afskráningarbréf, eitt til Sýslumanns og eitt til eiganda.
Þegar öll skilyrði eru uppfyllt er skipið afskráð úr Skútunni.
Afskráning skips úr landi
Til að afskrá skip úr landi þarftu að senda inn umsókn með eftirfarandi gögnum:
Hreint veðbókavottorð
Afsal (bill of sale)
Greiðsla fyrir afskráninguna er 12.930 krónur og er samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu. Greitt er fyrir umsóknina í lok rafræna umsóknarferilsins hér fyrir neðan.
Þegar skipið er skuldlaust samkvæmt bókhaldi Samgöngustofu eru útgefin:
Tvö afskráningarbréf – eitt til Sýslumanns og eitt til eiganda
Útstrikunarvottorð (deletion certificate)
Þegar öll skilyrði eru uppfyllt er skipið afskráð úr Skútunni.

Þjónustuaðili
Samgöngustofa