Fara beint í efnið

Endurskráning skipa á skipaskrá

Umsókn um endurskráningu skips á skipaskrá

Með "endurskráningu" er átt við, að skip er að koma aftur inn á íslenska skipaskrá. Við endurskráningu þarf að athuga hvort að skipinu hefur verið breytt frá því að það var síðast skráð á íslenska skipaskrá.

Til dæmis:

  • Hefur tegund skipsins verið breytt (var fiskiskip síðast þegar það var skráð á íslenska skipaskrá, en er núna notað sem farþegaskip)

    • þetta myndi þá hafa áhrif á hvaða reglur gilda um skipið þar með talið varðandi björgunar og öryggisbúnað

  • Hefur skipið verið lengt, yfirbyggingum verið breytt eða þyngd skipsins breyst

    • þetta getur haft áhrif á stöðugleika skipsins og hvaða reglur eiga við

Áður en skip er skráð á skipaskrá þar með talið ef um endurskráningu er að ræða skal upphafsskoða skipið af Samgöngustofu.

Fylgigögn umsóknar

  • Skipasmíðaskírteini eða eignarheimildabréf (þinglýst ef skip er 5 bt. að stærð eða stærra)

  • Yfirlýsing um hlut erlendra aðila í hlutafélagi (ef hlutafélag er eigandi skips og erlendir aðilar meðal hluthafa þarf að fylgja yfirlýsing um stærð eignarhlutar þeirra)

Umsókn um endurskráningu skips á skipaskrá

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa