Fara beint í efnið

Áfengisleyfi - framleiðsla, innflutningur eða sala áfengis

Leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

Sækja þarf stafrænt um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað hjá Sýslumanninum á Suðurlandi.

Leyfisgjald er kr. 50.000.-

Leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

Vinsamlegast athugið að ef sótt er um í nafni fyrirtækis þarf prókúruhafi að sækja um.

Umsókn og skilyrði

Umsækjandi þarf að fylla út stafræna umsókn og með henni þurfa að fylgja eftirfarandi gögn:

  • Afrit af leyfi til framleiðslu áfengis.

  • Afrit af framleiðsluskýrslum síðasta almanaksárs.

  • Afrit af vottorði úr fyrirtækjaskrá.

Þegar umsókn hefur borist, verður hún yfirfarin með hliðsjón af þeim kröfum sem sýslumanni ber að gæta að:

  1. Að umsækjandi sé handhafi leyfis til framleiðslu áfengis.

  2. Að umsækjandi framleiði ekki meira en 500.000 lítra af áfengi á almanaksári.

    1. Framleiði umsækjandi minna en 100.000 lítra á almanaksári, er honum heimilt að selja áfengi sem er að rúmmáli meira en 12% af hreinum vínanda, uppfylli hann önnur skilyrði fyrir veitingu slíks leyfis.

    2. Framleiði umsækjandi meira en 100.000 lítra á almanaksári, er honum heimilt að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda, uppfylli hann önnur skilyrði fyrir veitingu slíks leyfis.

Uppfylli umsóknin þau skilyrði sem sýslumanni ber að gæta að verður hún send til umsagnar sveitarstjórnar þar sem starfsemi er fyrirhuguð.

Umsagnarferli

Umsögn sveitarstjórnar skal vera skýr og rökstudd og í henni koma fram hvort eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:

  1. Starfsemi sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála.

  2. Lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.

  3. Afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

  4. Starfsemi sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli og, þegar við á, mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvist.

  5. Kröfum um brunavarnir, miðað við þá starfsemi sem fyrirhuguð er, sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs.

Útgáfa leyfis

Að fenginni jákvæðri eða skilyrtri umsögn sveitarstjórnar gefur Sýslumaðurinn á Suðurlandi út leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað.

Sýslumanninum á Suðurlandi er óheimilt að gefa út leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað ef sveitarstjórn leggst gegn útgáfu þess með neikvæðri umsögn.

Gildistími

Gildistími leyfis er eitt ár í fyrsta sinn. Ef leyfi er endurnýjað er gildistími þess ótímabundinn.

Afgreiðslutími áfengis í smásölu verður aldrei lengri en frá kl. 08:00 til 23:00. Sala áfengis í smásölu á framleiðslustað er óheimil á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst.

Lög og reglugerðir

https://www.althingi.is/lagas/152b/1998075.html
https://island.is/reglugerdir/nr/0800-2022

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15