Ættleiðing stjúpbarns undir 18 ára aldri
Umsókn um stjúpættleiðingu er lögð fram af stjúpforeldrinu sem vill ættleiða stjúpbarn sitt.
Áður en sótt er um ættleiðingu stjúpbarns, er mikilvægt að kynna sér almennar upplýsingar um skilyrði stjúpættleiðingar.
Ekki má veita leyfi til ættleiðingar á barni undir 18 ára nema sýnt þyki, eftir könnun barnaverndarnefndar á málefnum barnsins og þeirra sem óska ættleiðingar, að ættleiðing sé barninu fyrir bestu.
Eftirtalin skilyrði eru fyrir stjúpættleiðingu barns yngra en 18 ára:
Umsækjendur skulu hafa til að bera þá eiginleika og skilning á þörfum barna sem gera þá vel hæfa til að sinna forsjárskyldum gagnvart barni
Fjárhagur umsækjanda þarf að vera traustur
Umsækjendur hafi yfir að ráða fullnægjandi húsnæði og öðrum aðbúnaði til að geta veitt barni þroskavænleg uppeldisskilyrði
Umsækjandi hafi ekki hlotið refsidóm sem gæti dregið í efa hæfni til að veita barni gott uppeldi.
Fylgigögn
Nánari upplýsingar um fylgigögnin eru í eyðublaði fyrir umsókn.
Heilbrigðis- og læknisvottorð fyrir stjúpforeldri
Síðustu þrjú skattframtöl
Þrír síðustu launaseðlar stjúpforeldris
Gögn um tekjur stjúpforeldris næstliðins árs ef ekki er komið skattframtal fyrir það ár
Síðustu greiðsluseðlar vegna lána eða stöðuyfirlit frá lánveitanda
Fæðingarvottorð stjúpforeldris, ef fætt erlendis
Gögn til sönnunar á lágmarks sambúðartíma (ef við á)
Önnur gögn eftir því sem við á
Ættleiðingarleyfi gefið út
Þegar sýslumaður fellst á umsókn og gefur út ættleiðingarleyfi er umsækjanda sent ættleiðingarleyfið í pósti. Tilkynning um ættleiðingu er send öðrum sem tengjast málinu.
Tilkynning um ættleiðinguna er einnig send til Þjóðskrár Íslands.
Ef óskað er nafnbreytingar er bent á umsókn hjá Þjóðskrá Íslands.
Ættleiðingu hafnað
Ef sýslumaður hafnar því að gefa út ættleiðingarleyfi, er það gert með rökstuddum úrskurði.
Kæra á úrskurði sýslumanns
Hægt er að kæra úrskurð sýslumanns til dómsmálaráðuneytis innan tveggja mánaða frá dagsetningu úrskurðarins.
Þjónustuaðili
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu