Útlendingastofnun: Hugtakasafn
Ótímabundið dvalarleyfi
Ótímabundið dvalarleyfi er dvalarleyfi án gildistíma.
Til þess að geta fengið ótímabundið dvalarleyfi þarftu að hafa verið með dvalarleyfi sem er grundvöllur fyrir ótímabundið dvalarleyfi í fjögur ár, eða styttra í undantekningartilfellum.
Þú þarft að auki að uppfylla önnur skilyrði leyfisins.
Þegar leyfið hefur verið gefið út þá er pantað dvalarleyfiskort. Kortið sjálft gildir í fimm ár en að þeim tíma liðnum þarftu að koma í myndatöku og greiða fyrir nýtt kort.
Ótímabundið dvalarleyfi er ekki það sama og ótímabundinn réttur til dvalar fyrir aðstandendur EES/EFTA-borgara.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?