Fara beint í efnið

Hvaða fylgigögn eiga að fylgja með reikningum vegna gjafsóknarmála?

Með reikningum vegna gjafsóknarmála ber að láta fylgja;

  • afrit af gjafsóknarleyfinu skal alltaf fylgja með reikningi.

  • afrit af uppkveðnum dómi/úrskurði í málinu.

Ef verið er að innheimta útlagðan kostnað vegna dómsmáls, þá ber að láta fylgja með afrit af öllum reikningum vegna útlagðs kostnaðar. 

Ef verið er að innheimta kostnað vegna matsgerðar áður en dómur/úrskurður hefur verið upp kveðinn, þá ber að láta fylgja með reikningi endurrit úr þingbók þar sem fram kemur að viðkomandi aðili hafi verið dómkvaddur til gerðar matsgerðar.

Reikningar vegna gjafsóknarmála skulu vera sendir í frumriti á pappírsformi. Ekki er hægt að taka á móti rafrænum reikningum vegna gjafsóknarmála. Reikninga skal stíla á Sýslumanninn á Vesturlandi og senda á heimilisfangið Kirkjubraut 28, 300 Akranes.  

Hér má finna nánari upplýsingar um gjafsókn.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?