Fara beint í efnið

Bíllinn minn er bilaður og hefur staðið fyrir utan verkstæði, get ég fengið vanrækslugjald fellt niður?

Ekki er tekið tillit til þess ef ökutæki eru biluð, eru á verkstæði eða ekki í notkun af öðrum ástæðum meðan þau eru skráð í umferð í ökutækjaskrá. 
Til eru úrræði til að nota áður og forðast álagningu vanrækslugjalds:  
1. Tímabundin skráning ökutækis úr umferð. Nálgast má beiðni um tímabundna skráningu ökutækis úr umferð á vef Samgöngustofu.  Sé fallist á beiðni fær umsækjandi sendan miða til að líma á skráningarmerki ökutækisins með áletruninni "Notkun bönnuð". Einnig má óska tímabundinnar skráningar úr umferð í næstu skoðunarstofu. 
2. Leggja skráningarmerki ökutækis inn hjá Samgöngustofu eða skoðunarstöð. Ef ökutæki verður ekki notað eða verður óskoðunarhæft til lengri eða skemmri tíma má leggja inn skráningarmerki þess, þ.e. fjarlægja þau af ökutækinu og afhenda í skoðunarstöð eða hjá Samgöngustofu.  

Hér má finna nánari upplýsingar um vanrækslugjald.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?