Sjúkratryggingar: Slys og sjúklingatrygging
Hvernig fæ ég endurgreiddan kostnað vegna slysa?
Sækja skal um endurgreiðslu vegna útlagðs kostnaðar, í tengslum við slys, með því að fylla út eyðublaðið „Endurgreiðsla vegna sjúkrakostnaðar“ og skila inn til Sjúkratrygginga eða umboða sýslumanns utan Höfuðborgarsvæðisins. Með umsókninni skulu fylgja reikningar vegna sjúkrahjálpar og greiðslustaðfesting. Eyðublaðið er að finna undir Eyðublöð og vottorð.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?