Samgöngustofa: Leyfisveitingar og viðurkenningar
Hvaða kröfur þurfa leigubílar að uppfylla?
Leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, skal vera auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar. Leigubifreið skal útbúin gulu þakljósi (taxaljósi) (skv. reglugerð um gerð og búnað ökutækja) ef henni er ekki eingöngu ekið samkvæmt fyrirfram umsömdu verði (skv. upplýsingum frá umráðamanni). Leigubifreið skal búin löggiltum gjaldmæli (skv. lögum um leigubifreiðaakstur) ef henni er ekki eingöngu ekið samkvæmt fyrirfram umsömdu verði (skv. upplýsingum frá umráðamanni). Minnt er á að leigubifreið skal búin þriggja punkta öryggisbeltum í öllum sætum, slökkvitæki og sjúkrakassa. Leigubifreið skal vera skráð í notkunarflokkinn "Leigubifreið". Ef verið er að breyta bifreið í notkunarflokkinn tilkynnir skoðunarstofan um breyttan notkunarflokk standist hún skoðun. Sjá nánar í skoðunarhandbók: https://www.samgongustofa.is/umferd/okutaeki/skodun-okutaekja/skodunarhandbok/skodunarhandbok/leyfisskodun
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?