Mannauðstorg ríkisins: Stefna ríkisins í mannauðsmálum
Mannauður í lykilhlutverki
Ríkið ber ábyrgð á tiltekinni grunnþjónustu samfélagsins og einstaklingar eiga að geta treyst á aðgengileg og vönduð úrræði sem stuðla að velferð, öryggi og virkri þátttöku í samfélaginu.
Starfsfólk ríkisins er í lykilhlutverki við að veita opinbera þjónustu. Því er mikilvægt að ríkið laði að og haldi í fjölbreyttan hóp starfsfólks sem býr yfir víðtækri reynslu og færni og sem beitir skapandi hugsun við lausn flókinna viðfangsefna á hverjum tíma.
Forsenda framúrskarandi opinberrar þjónustu er stefnumiðuð og aðlögunarhæf mannauðsstjórnun sem skapar eftirsóknarvert starfsumhverfi þar sem hæfni starfsfólks fær notið sín til fulls.

Með innleiðingu stefnu ríkisins í mannauðsmálum verða sett fram leiðbeinandi viðmið og verklag sem nýtist fyrir markvissa mannauðsstjórnun hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins. Tilgangur, skýrar væntingar, að tekið sé eftir því sem vel er gert, hrós, tækifæri til vaxtar og jákvætt starfsumhverfi er til þess fallið að draga fram það besta í starfsfólki ríkisins. Stefnan er sú fyrsta sinnar tegundar hjá ríkinu og verður endurskoðuð eigi síðar en að fimm árum liðnum. Í stefnunni eru fimm markmið og áherslur sem er ætlað að beina sjónum að þeim lykilþáttum í mannauðsmálum ríkisins sem stuðla að jákvæðri þróun.
Aðgerðaáætlun, sem gefin er út samhliða, vinnur markvisst að markmiðum stefnunnar.
Lykilviðfangsefni til næstu ára:
Undirbúa starfsfólk og starfsemi opinberrar þjónustu fyrir framtíðina. Í því skyni þarf að greina hvar stafræn þjónusta og mannleg þjónusta á við, þvert á ríkið.
Finna þarf leiðir til að móta starfsumhverfi sem tekur mið af framtíðarþörfum í þjónustu til hagsbóta fyrir einstaklinga, atvinnulífið, starfsfólk, ríkissjóð og samfélagið í heild
Móta þarf og nýta mælikvarða í mannauðsmálum sem skipta máli og auka samfélagslegan ávinning.
Skapa þarf jarðveg fyrir umbótamenningu þar sem árangur er sýnilegur starfsfólki, stjórnendum og almenningi.
Aukin áhersla á fjölbreytileika, jafnrétti og inngildingu.
Framþróun starfa eftir þörfum samfélagsins. Starfsfólk fái notið sín í starfi, sinni verkefnum við hæfi og nýti hæfni sína til fulls. Starfsþróun sé sýnileg og mæti þörfum fólks og stofnana.
Efla þarf vinnustaðamenningu með áherslu á heilbrigð samskipti, öryggi og vellíðan starfsfólks á vinnustöðum ríkisins.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru skrifstofa kjara- og mannauðsmála og mannauðssvið Fjársýslunnar.