Mannauðstorg ríkisins: Stefna ríkisins í mannauðsmálum
Aðgerðaáætlun
Aðgerðaáætlun í mannauðsmálum verður unnin í nánu samstarfi skrifstofu kjara- og mannauðsmála í fjármála- og efnahagsráðuneyti og mannauðssviðs Fjársýslunnar ásamt aðkomu mannauðsfólks sem starfar í ráðuneytum og stofnunum ríkisins.
I. Stefnumiðuð mannauðsstjórnun
2026-2027
Mannauðsmælaborð
Skrifstofa kjara- og mannauðsmála mun í samvinnu við Fjársýsluna og annað mannauðsfólk yfirfara og skilgreina lykilmælikvarða í mannauðsmálum, nauðsynlegar skráningar í kerfin sem og aðferðir við útreikninga. Lögð er áhersla á hagnýta mælikvarða sem eru samanburðarhæfir.
Mannauðsmælaborð með fyrrgreindum lykilmælikvörðum mun gefa yfirsýn yfir stöðu mála, samanburð á milli sambærilegra stofnana og markvissa ákvarðanatöku sem m.a. stuðlar að festu og stöðugleika í mönnun.
Mælikvarði á fjölbreytileika, jafnrétti og inngildingu
Skrifstofa kjara- og mannauðsmála mun leiða vinnu við að móta mælikvarða varðandi fjölbreytileika, jafnrétti og inngildingu sem geri stofnunum kleift að sjá stöðu mála og setja sér markmið.
Efla stuðning í mannauðsmálum
Skrifstofa kjara- og mannauðsmála mun í samvinnu við Fjársýsluna og annað mannauðsfólk greina núverandi stuðning, ráðgjöf og leiðbeinandi ferla í mannauðsmálum fyrir stjórnendur og mannauðsfólk. Lagðar verða til umbætur og mótuð verkfærakista á mannauðstorgi sem byggir á bestu framkvæmd
2028-2029
Viðmið um mannaflaspá fyrir ríkið út frá þróun í þjónustu
Þjónusta ríkisins er í stöðugri þróun og þar með taldar þjónustuleiðir. Æskilegt er að ríkið móti viðmið um mannaflaspá sem stofnanir geta stuðst við í sinni starfsemi.
II. Tilgangsdrifin störf og verkefni
2026-2027
Starfslýsingar í auknum mæli hæfni- og þekkingarmiðaðar
Útbúið verði sniðmát um bestu framkvæmd með það að markmiði að starfslýsingar nýtist fyrir frekari hæfniþróun og starfsþróun
Ráðningarferill
Skrifstofa kjara- og mannauðsmála mun í samvinnu við Fjársýsluna og annað mannauðsfólk rýna heildstætt ráðningarferla hjá ríkinu ásamt eftirfylgni við ráðningar.
III. Aukin hæfni til árangurs
2026-2027
Skilgreina lykilhæfni þvert á ríkið
Unnin verði greining á lykilhæfni sem er sameiginleg þvert á stofnanir og ráðuneyti, t.a.m. varðandi stafræna hæfni. Í framhaldi verði unnin þarfagreining sem og misræmisgreining (e. gap analysis) á fræðsluframboði er varðar lykilhæfni.
Áhersla á nýliðaþjálfun
Skoðað verði með hvaða hætti nýliðaþjálfun ætti að vera hjá ríkinu.
2028-2029
Leiðbeinandi hæfnispá
Horft verði fram á veginn um hvernig hæfnikröfur starfa eru að breytast og þar með þörf fyrir hæfni hjá ríkinu. Hæfnispá verði unnin með hliðsjón af verklagi sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Markmið með slíkri hæfnispá er að stofnanir geti með forvirkum hætti brugðist við með viðeigandi endurmenntun og þjálfun. Gert er ráð fyrir að aðgerðin verði unnin í nánu samstarfi við fræðslusjóði og sérfræðinga í fræðslumálum.
Verklag fyrir markvissa þekkingaryfirfærslu
Starfsfólk sem starfað hefur lengi hjá stofnunum ríkisins býr yfir mikilli þekkingu sem nauðsynlegt er að yfirfærist með skilvirkum hætti. Mótað verði verklag um þekkingaryfirfærslu
IV. Eftirsóknarvert starfsumhverfi
2028-2029
Starfsfólk og stjórnendur vinni saman að því að skapa starfsumhverfi þar sem ríkir gagnkvæm virðing og áhersla er á árangur og gæði þjónustunna
a. Leiðbeinandi viðmið um gerð og útgáfu samskiptasáttmála með áherslu á þátttöku starfsfólks við að móta öruggt og heilbrigt starfsumhverfi.
b. Starfsumhverfiskannanir kortlagðar ásamt leiðbeinandi viðmiðum um eftirfylgni við kannanir.
c. Fræðsla til stjórnenda um starfsumhverfi og árangursrík teymi í samvinnu við virk og Vinnueftirlitið þar sem áhersla er á sálfélagslegt öryggi og forvarnir.
V. Aðlögunarhæfni starfsfólks og stofnana
2026-2027
Leiðbeinandi viðmið fyrir stofnanir um viðveru og fjarveru
Skrifstofa kjara- og mannauðsmála móti og gefi út leiðbeinandi viðmið um viðveru, fjarveru, fyrirkomulag fjarvinnu og óstaðbundin störf.
2028-2029
Breytingarstjórnun og mannauðsstjórnun
Reynsla af árangursríkum breytingum og innleiðingum verði skoðuð m.t.t. mannauðsstjórnunar með það að markmiði að skýra ferla vegna breytingarstjórnunar og aðkomu starfsfólks.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru skrifstofa kjara- og mannauðsmála og mannauðssvið Fjársýslunnar.