Mannauðstorg ríkisins: Stefna ríkisins í mannauðsmálum
Framtíðarsýn, markmið og áherslur

Starfsfólk ríkisins er í lykilhlutverki við að veita opinbera þjónustu.
Við störfum fyrir fólkið í landinu, með skýran tilgang að leiðarljósi. Við nýtum og þróum hæfni okkar í starfsumhverfi sem einkennist af árangursmiðaðri menningu og viðhorfi.
Markmið og áherslur
Stefnumiðuð mannauðsstjórnun
Betri yfirsýn yfir mælikvarða og ferla í mannauðsmálum styður og styrkir stefnumiðaða mannauðsstjórnun.Tilgangsdrifin störf og verkefni
Að skýr tilgangur sé í störfum og verkum, þ.e. skýr tenging við tilgang þjónustu á hverjum tíma.Aukin hæfni til árangurs
Að starfsfólk hafi tækifæri til að þróa hæfni sína ásamt því að þróast í starfi. Að stofnanir þekki hæfni starfsfólks og geti með forvirkum hætti stuðlað að frekari hæfniþróun.Eftirsóknarvert starfsumhverfi
Að styðja við heilbrigt starfsumhverfi og þjónustu með áherslu á virðingarrík samskipti, öflug teymi, sýnilegan árangur og tekið sé eftir því sem vel er gert.Aðlögunarhæfni starfsfólks og stofnana
Að breytingar séu í takti við framfarir þannig að stofnanir og starfsfólk séu í stakk búin til að takast á við breytingar í starfsemi og þjónustu.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru skrifstofa kjara- og mannauðsmála og mannauðssvið Fjársýslunnar.