Ísland.is
Loftslags- og orkusjóður
Saga Orkusjóðs
Raforkuráð var stofnað 1946 til að aðstoða ríkissjórni í raforkumálum. Samtímis var stofnað Raforkusjóð með raforkulögum 1946 Til að efla raforkukerfi og orkunotkun. Í kölfarið var stofnað Jarðhitasjóð til að rannsaka nýtingu jarðhita. Orkusjóður hefur þau markmið að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins.
Raforkuráð
Í Raforkulögum frá 1946, 50. grein og áfram, segir að sameinað Alþingi skuli kjósa með hlutfallskosningu 5 manna Raforkuráð er vera skuli ríkisstjórninni til aðstoðar í raforkumálum. Það skal kosið til 4 ára í senn. Ráðherra skipar formann þess.
Verkefni Raforkuráðs er samkvæmt lögunum frá 1946 að fylgjast með stjórn og framkvæmdum í raforkumálum, gera tillögur í þeim efnum og vera ríkisstjórninni til ráðuneytis í öllum raforkumálum. Það skal eiga kost á að fylgjast með rannsóknum raforkumálastjóra og rekstri Rafmagnsveitna ríkisins. Því skulu send til athugunar og umsagnar.
Raforkusjóður
Raforkusjóður var stofnaður með Raforkulögum frá 2. apríl 1946, sem tóku gildi 1. janúar 1947. Þau lög voru numin úr gildi með Orkulögum frá 1967.
Samkvæmt þeim lögum var Raforkusjóði ætlað að veita RARIK lánum til allt að 30 ára til að koma upp tilteknum rafmagnsmannvirkjum og til skemmri tíma til að greiða rekstrarhalla sem verða kann af mannvirkjum fyrstu árin eftir að þau eru gerð.
Að veita einstökum bændum eða fleirum saman lán til að reisa vatnsafls-stöðvar til heimilisnota utan þeirra svæða sem héraðsrafmagnsveitum var ætlað að ná til í náinni framtíð. Raforkusjóður sá einnig um að greiða kostnað af rannsóknum, tilraunum og fræðslu um rafveitur, hagnýtingu raforku og orkunotkun.
Jarðhitasjóður
Jarðhitasjóður var stofnaður með lögum nr. 55/1961 um Jarðhitasjóð og Jarðboranir ríkisins. Þau lög voru, eins og Raforkulögin frá 1946, numin úr gildi með Orkulögum 1967.
Samkvæmt þessum lögum var Jarðhitasjóði ætlað það hlutverk að kosta rannsóknir ríkisins á eðli og uppruna jarðhita, vinnslu hans og nýtingu. Ákvæði eru um að ef ráðist er í framkvæmdir til nýtingar jarðhita á grundvelli þessara rannsókna skuli rannsóknarkostnaðurinn talinn með stofnkostnaði nýtingarmannvirkjanna og endur-greiðast í Jarðhitasjóð með áföllnum vöxtum. Þar getur verið um að ræða nýtingu í almenningshitaveitum, til ræktunar, raforkuvinnslu og iðnaðar.
Ekki var stofnað með lögunum sérstakt Jarðhitaráð er væri hliðstætt Raforkuráði, en ákvæði eru um að jafnan skulu leita umsagnar Raforkuráðs um allar greiðslur úr sjóðnum og framkvæmdir sem sjóðnum er ætlað að veita fé til. Ráðið er þannig ráðgefandi umsegjandi um Jarðhitasjóð en ekki stjórn hans.
Orkuráð
Í Orkulögum frá 1967 (69. grein) sagði að stjórn Orkusjóðs sé í höndum Orkuráðs, undir yfirstjórn ráðherra þess sem fer með raforkumál og að sameinað Alþingi kjósi með hlutfallskosningu fimm menn í Orkuráð til fjögurra ára í senn. Loks segir í lögunum að Orkusjóður skuli vera í vörslu Seðlabanka Íslands.
Orkulög 1967 féllu úr gildi við reglugerð Orkulögum nr.87/2003 Þar er kveðið að Orkustofnun skal starfa sem orkuráð. Verkefni orkuráðs skulu m.a. fólgin í ráðgjöf við framkvæmd verkefna.
Orkusjóður
Orkusjóður var stofnaður með Orkulögum nr. 58/1967. Í lögunum segir að hann taki við öllum eignum Raforkusjóðs og Jarðhitasjóðs eins og þær eru við gildistöku laganna (1. júlí 1967), og öllum skuldbindingum beggja sjóðanna.
Í Orkulögum nr.87/2003 þá fer umsýsla í hendur Orkustofnunar. Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.