Nefnd um eftirlit með lögreglu
Um nefndina
Nefnd um eftirlit með lögreglu er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem hóf störf 1. janúar 2017.
Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að taka við tilkynningum frá almenningi um meint refsiverð brot, starfsaðferðir eða framkomu lögreglumanna.
Auk þess getur nefndin að eigin frumkvæði skoðað atvik eða verklag lögreglu ef hún telur ástæðu til.
Hlutverki nefndarinnar er lýst í lögreglulögum nr. 90/1996, sbr. lög nr. 62/2016, og í reglum um nefndina nr. 222/2017.
Nefndin hefur eftirfarandi verkefni:
Taka við kæru á hendur lögreglumanni vegna ætlaðs refsiverðs brots í starfi.
Taka við kvörtun vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu lögreglumanns sem fer með lögregluvald.
Skoða atvik og verklag lögreglu að eigin frumkvæði þegar nefndin telur ástæðu til.