Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Nefnd um eftirlit með lögreglu

Málsmeðferð

Nefndin fer yfir allar kvartanir sem berast og tekur skriflega, rökstudda ákvörðun um næstu skref. Hlutverk nefndarinnar er að tryggja að málið fari til réttra aðila innan lögreglu eða ákæruvalds. Nefndin hefur ekki heimild til að rannsaka sakamál, höfða ákæru eða beita lögreglumenn viðurlögum.

Málsferðartími hjá nefndinni er að meðaltali þrír mánuðir frá því að öll gögn berast nefndinni.

Hvað getur ákvörðun nefndarinnar falið í sér?

  1. Vísa málinu til héraðssaksóknara eða ríkissaksóknara ef um refsiverða háttsemi er að ræða.

  2. Vísa málinu til viðkomandi lögreglustjóra ef það snýr að starfsaðferðum eða framkomu lögreglumanns.

  3. Vísa málinu til ríkislögreglustjóra ef það varðar almenna starfshætti lögreglu.

Ef nefndin telur ekki ástæðu til frekari meðferðar, tekur hún um það skriflega og rökstudda ákvörðun. Ef málið fellur utan starfssviðs nefndarinnar, er tilkynningunni vísað frá.

Ákvörðun nefndarinnar er send þeim sem tilkynnti og birt viðkomandi embætti, ef við á.

Nefnd um eftirlit með lögreglu

Heim­il­is­fang

Nefnd um eftirlit með lögreglu

Borgartúni 29

105 Reykjavík

Hafa samband

Netfang: nel@nel.is

Sími: +354 545 8800

Síma­tími

Mánudagar og fimmtudagar

Kl. 10 - 11