Fara beint í efnið

Hafskipulag

Umsagnir um tillögur að eldissvæðum

Áður en Hafrannsóknastofnun ákveður afmörkun eldissvæða vegna fiskeldis skal stofnunin leita umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og þar sem við á svæðisráðs viðkomandi svæðis um tillögu sína.

Ákvörðun um afmörkun eldissvæða

Hafrannsóknastofnun ákveður afmörkun eldissvæða á sjó í samræmi við lög og reglugerð um fiskeldi.

  • Ákvörðunin skal tekin á grundvelli burðarþols og bestu heildarnýtingar mögulegra eldissvæða, auk þess sem tekið skal tillit til annarrar starfsemi á svæðinu og fyrirliggjandi umsókna um fiskeldi.

  • Þar sem strandsvæðisskipulag samkvæmt lögum um skipulag haf- og strandsvæða liggur fyrir skal Hafrannsóknastofnun taka tillit til þess.

  • Ákvörðun um afmörkun eldissvæða á sjó er forsenda þess að sjávarútvegsráðherra geti úthlutað svæðum til fiskeldis í sjó.

Kynning á tillögu Hafrannsóknastofnunar

Ef strandsvæðisskipulag liggur ekki fyrir ber Skipulagsstofnun að birta tillögu Hafrannsóknastofnunar opinberlega og veita þriggja vikna frest til að skila inn athugasemdum áður en stofnunin veitir umsögn til Hafrannsóknastofnunar.

Tengsl við gerð strandsvæðisskipulags

Skipulagsstofnun vinnur að gerð strandsvæðisskipulags fyrir hönd svæðisráða. Í strandsvæðisskipulagi skal móta stefnu og ákvæði um ráðstöfun alls þess svæðis sem strandsvæðisskipulagið nær til.

  • Þar er tekin afstaða til nýtingar og verndar fjarða og flóa og til samspils ólíkrar nýtingar.

  • Fiskeldi er meðal þess sem fjallað er um í skipulaginu, en af öðrum þáttum sem skipulagið tekur til má nefna orkuvinnslu, mannvirkjagerð, efnistöku, samgöngur, vernd, útivist og ferðaþjónustu.

Í skipulagsvinnunni er því horft heildstætt á margvíslega hagsmuni og sjónarmið sem vega þarf saman við ákvörðun um framtíðarnýtingu viðkomandi skipulagssvæðis.

Umsagnir Skipulagsstofnunar

Umsagnir og athugasemdir við tillögur Hafrannsóknastofnunar að eldissvæðum til fiskeldis.

Hafskipulag

Skipu­lags­stofnun

Sími 595 4100
hafskipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149