Fara beint í efnið

Forsetakosningar 2024

Framboð

Hver má bjóða sig fram til embættis forseta Íslands?

Allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 35 ára aldri á kjördegi þann 1. júní 2024.

Meðmælasöfnun

Frá og með 1. mars er hægt að safna meðmælum rafrænt.

Til þess að stofna meðmælasöfnun þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Forsetaframbjóðandi þarf að safna meðmælum með framboði sínu frá kjósendum. Meðmæli skulu ekki vera færri en 1.500 og ekki fleiri en 3.000. Hver kjósandi má aðeins mæla með einum frambjóðanda.

Mikið hagræði er fyrir frambjóðanda, meðmælendur og landskjörstjórn að nota rafrænt meðmælakerfi.

Gerð er krafa um ákveðinn fjölda meðmælenda í hverjum landsfjórðungi.

Söfnun meðmæla á pappír

Ef safna á meðmælum á pappír eru hér eyðublöð fyrir hvern landsfjórðung sem hægt er að nota við slíka söfnun. Mælst er til þess að frambjóðendur skrái kennitölur og blaðsíðunúmer í excel skjal eða annan töflureikni og skili inn samhliða frumgögnunum.

Framboðsfrestur

Framboðsfrestur rennur út klukkan 12:00 á hádegi þann 26. apríl 2024.

Landskjörstjórn kemur saman til fundar og tekur við framboðum frá klukkan 10:00 – 12:00 föstudaginn 26. apríl 2024 í fundarherberginu Stemmu í Hörpu.

Framboðum skal fylgja:

  • Tilkynning um framboð.

  • Undirritað samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð.

  • Meðmæli 1.500 – 3.000 kosningabærra manna.

Landskjörstjórn hefur útbúið sniðmát af framboðstilkynningu sem frambjóðendum er frjálst að nota.

Sé meðmælum skilað á rafrænan hátt í gegnum meðmælendakerfi á Ísland.is skal taka það fram í tilkynningunni.

Ef meðmælum er skilað á pappír skal skila inn frumritum meðmælablaða. Mælst er til þess að frambjóðendur númeri hverja blaðsíðu og slái inn kennitölur meðmælenda í töflureikni (s.s. Excel) til þess að auðvelda yfirferð. Hægt er að nálgast sniðmát fyrir innsláttinn hér.

Framboðstilkynningu má undirrita eigin hendi eða með rafrænni undirritun. Ef tilkynningin er undirrituð rafrænt skal hún send á postur@landskjorstjorn.is.

Eftir að framboðsfrestur rennur út fer landskjörstjórn yfir framboðin og kannar að öll formsskilyrði séu uppfyllt og úrskurðar í kjölfarið um gild framboð.

Landskjörstjórn úrskurðar um gildi framboðs til forsetakjörs, en ákvörðunum má skjóta til úrskurðarnefndar kosningamála.

Landskjörstjórn auglýsir hverjir eru í kjöri 30 dögum fyrir kjördag.

  • Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri þá er hann rétt kjörinn forseti án þess að kosning fari fram.

Niðurstöður kosninga

Yfirkjörstjórnir kjördæma bera ábyrgð á talningu hvert í sínu kjördæmi.

Kjörseðlar sem ágreiningur er um á milli yfirkjörstjórna og umboðsmanna um hvort séu gildir fara til landskjörstjórnar sem úrskurðar um gildi þeirra.

Landskjörstjórn tilkynnir niðurstöðu talninga, en það eru ekki staðfest úrslit kosninganna. Landskjörstjórn auglýsir með 14 daga fyrirvara hvar og hvenær hún kemur saman til að úrskurða um gildi ágreiningsseðla og lýsa úrslitum kosningarinnar.

Persónuvernd

Forsetakosningar 2024

Lands­kjör­stjórn

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510