Alþingiskosningar 2024
Rafrænt meðmælakerfi fyrir Alþingiskosningar 2024
17. október 2024
Opnað hefur verið fyrir rafræna söfnun meðmæla fyrir framboð til Alþingis.
Opnað hefur verið fyrir rafræna söfnun meðmæla fyrir framboð til Alþingis
Stjórnmálasamtök sem hafa fengið úthlutuðum listabókstaf frá dómsmálaráðuneytinu geta stofnað rafræna meðmælasöfnun fyrir framboð sín í öllum kjördæmum.
Stofna meðmælasöfnun vegna framboðs til Alþingis 2024 | Ísland.is (island.is)
Einstaklingar með kosningarrétt geta mælt með framboðum í sínum kjördæmi. - Mæla með framboðum til Alþingis 2024 | Ísland.is (island.is)
Fjöldi meðmæla sem hvert framboð þarf að safna frá kjósendum í hverju kjördæmi er eftirfarandi:
Norðvesturkjördæmi | 210 - 280 meðmæli |
Norðausturkjördæmi | 300 - 400 meðmæli |
Suðurkjördæmi | 300 - 400 meðmæli |
Suðvesturkjördæmi | 420 - 560 meðmæli |
Reykjavíkurkjördæmi suður | 330 - 440 meðmæli |
Reykjavíkurkjördæmi norður | 330 - 440 meðmæli |
Söfnun rafrænna meðmæla er samstarfsverkefni landskjörstjórnar, Stafræns Íslands og Þjóðskrár Íslands. Þjóðskrá veitir aðstoð við notkun kerfisins á kosningar@skra.is eða í síma 515 5300.