Hægt er að sækja um undanþágu til Samgöngustofu frá eftirfarandi ákvæðum reglugerðar nr. 990/2017 fyrir starfrækslu dróna í atvinnuskyni, að því gefnu að öryggi sé ekki stefnt í hættu.
Þyngd loftfars til notkunar í þéttbýli yfir7kg.
Þyngd loftfars til notkunar í strjálbýli yfir 25kg
Banni við flugi yfir mannfjölda
Flugi þar sem svæðistakmarkanir eru í gildi
Ákvæðum í flugmálahandbók
Ákvæði um hámarksflughæð 120m
Ákvæði um bann við flugi úr augsýn (BVLOS)
Fjarlægð frá opinberum byggingum 150m
Fylgigögn:
Til þess að hægt sé að taka beiðni um undanþágu til afgreiðslu þarf að uppfylla nokkur skilyrði. Með umsókn þarf að leggja fram:
Öryggismat
Rekstrarhandbók
Staðfestingu á tryggingum
Lýsingu á tækjum og búnaði
Kort af svæðinu sem fljúga á yfir
Lýsing á verkefni
Upplýsingar um stjórnanda drónans
Kostnaður
Gjald vegna vinnslu umsóknar um undanþágu er skv. gjaldskrá Ssamgöngustofu lið 2.26.10.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa