Fara beint í efnið

Endurheimt votlendis – umsókn um stuðning

Styrkur fyrir endurheimt votlendis

Leiðbeiningar fyrir framkvæmdaraðila

Framkvæmdir skulu liggja niðri á fuglvarptíma sem miðast við lok apríl til 15. júlí.

Tilgangur aðgerða

Markmið aðgerða er að hækka grunnvatnsstöðu svæðisins þannig að vatn dreifist jafnt um svæðið og allt framræst land innan svæðisins verði blautt á ný.

Algengt er að halli lands og vatnsmagn sé vanmetið á framkvæmdasvæðum. Halla í landslagi er oft erfitt að greina með mannsauganu sérstaklega ef hann er lítill og vatnsmagn er mismikið eftir veðráttu.

Nota skal beltagröfu á breiðum beltum við verkið, að hámarki 23 tonn að þyngd. Hún hefur góða vinnslubreidd og er ekki of þung í keyrslu á mýrarsvæðum.

Ýtur henta ekki vel. Þær ná ekki að þjappa mold nægilega ofan í skurðinn, erfitt er að raða efni t.d. tryggja að torfur lendi efst og hætta er á að rask á gróðri verði of mikið eftir að framkvæmd lýkur. Einnig getur verið varasamt að vera á ýtu ef mikil bleyta er á svæðinu þar sem ýta keyrir yfir skurðinn við uppfyllingarvinnu.

Aðferðir til hækkunar grunnvatnsstöðu

Öryggismál

Athuga sérstaklega

Að stíflur og þverbönd haldi. Þegar tjarnir eru grafnar er gott að passa að þær séu aðgrunnar en ekki djúpar og reynist þannig hættulegar fólki og dýrum. Hægt er að fylla upp aðgrunn efnistökusvæði með gömlum rúllum til að minnka slysahættu enn fremur.

Fara varlega með þung tæki á uppfylltum skurðum, sérstaklega í mikilli bleytu. Ganga ekki á nýuppfylltum skurðum þar sem efni ofan í þeim er ekki orðið stöðugt.

Umferð um svæðið

Oftast eru engir vegslóðar til staðar, þung vinnutæki keyra um viðkvæm og blaut svæði. Aka skal eftir vegslóðum, velja ökutæki við hæfi með tilliti til stærðar, þyngdar, stærðar á dekkjum og hversu viðkvæmt svæðið er, til að lágmarka rask.

Gott er að skipuleggja framkvæmdir út frá veðurfari, vinna á viðkvæmum svæðum þegar frost er í jörðu, draga úr raski eins og unnt er og lagfæra svæðið eftir á ef þess þarf.

Gátlisti

Umsjón með framkvæmd

Land og skógur hefur umsjón með framkvæmd endurheimtar votlendis.

Styrkur fyrir endurheimt votlendis

Þjónustuaðili

Land og skógur