Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Starfsmenntasjóður embættismanna

Umsókn í Starfsmenntunarsjóð embættismanna

Um Starfsmenntunarsjóð embættismanna

Starfsmenntunarsjóður embættismanna styður sjóðfélaga til að viðhalda og þróa starfshæfni sína og menntun í samræmi við markmið sjóðsins. Hvað forstöðumenn og stjórnendur varðar er áhersla lögð á stuðning til að standa undir kröfum sem gerðar eru til þeirra í stjórnendastefnu ríkisins á hverjum tíma.

Í stjórn sjóðsins sitja þrír fulltrúar skipaðir af fjármála- og efnahagsráðherra, þar af einn samkvæmt tilnefningu Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Einn þeirra gegnir jafnframt formennsku. Stjórn sjóðsins getur ráðið til sín starfsmann til að annast umsýslu og afgreiðslu umsókna, greiðslu styrkja í samræmi við fyrirmæli stjórnar og ritun fundargerða. Stjórn sjóðsins fundar eftir því sem þurfa þykir til að fjalla um umsóknir og aðkomu sjóðsins að einstökum verkefnum.

Stjórn:
Þröstur Freyr Gylfason, formaður
Stefán Guðmundsson
Margrét Hauksdóttir

Starfsmaður sjóðsins er Þyri Hall.

Stjórn sjóðsins heldur fundi mánaðarlega að jafnaði, þar sem fjallað er um umsóknir sem berast milli funda.

Nánari upplýsingar eru veittar gegnum netfangið starfsmenntunarsjodur@starfsmenntunarsjodur.is.