Umsókn í Starfsmenntunarsjóð embættismanna
Markmið sjóðsins er að styrkja forstöðumenn ríkisstofnana og aðra æðstu embættismenn ríkisins til að viðhalda og þróa menntun sína og hæfni.
Forstöðumenn ríkisstofnana eru embættismenn sem starfa fyrir íslenska ríkið og hafa verið skipaðir í embætti með stjórnvaldsákvörðun í samræmi við lög. Sérhverjum forstöðumanni er falin ábyrgð með erindisbréfi frá ráðherra. Forstöðumenn ríkisstofnana bera víðtæka ábyrgðarskyldu: ábyrgð á þjónustu og árangri, að starfsemi sé í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og afkoma sé í samræmi við fjárveitingar á grundvelli fjárlaga.
Starfsmenntunarsjóður embættismanna veitir styrki vegna kostnaðar við nám, starfsþróun, þjálfun, námskeið, ráðstefnur eða sambærilega þekkingaröflun í samræmi við markmið sjóðsins.
Áhersla er lögð á stuðning til að mæta undir kröfum sem gerðar eru til embættismanna í stjórnendastefnu ríkisins á hverjum tíma.
Hverjir geta sótt um?
Aðeins embættismenn geta sótt um styrk úr sjóðnum. Umsækjendur verða að falla undir 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, sbr. 6. gr. reglna um starfskjör forstöðumanna, nr. 490/2019 og reglna nr. 962/2020.
Hvernig er sótt um?
Sótt er um með rafrænum hætti hér á síðunni.
Alltaf er opið fyrir umsóknir.
Umsóknarferli
Umsóknir, þar með talið fylgigögn umsókna, flokkast sem trúnaðargögn. Allir þeir aðilar sem koma að afgreiðslu og mati umsókna hjá Starfsmenntunarsjóði embættismanna eru bundnir þagnarheiti.
Nánari upplýsingar eru veittar gegnum netfangið starfsmenntunarsjodur@starfsmenntunarsjodur.is.

Sjá nánar:
Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins
Reglur um starfskjör forstöðumanna, 2020
Reglur um starfskjör forstöðumanna, 2019
Þjónustuaðili
Starfsmenntasjóður embættismanna