Túlkar í dómsal
Íslenska er notuð í dómsmálum. Túlkar, þýðendur og táknmálstúlkar eru því oft kallaðir til þjónustu við dómstólana.
Störf og skyldur túlka
Túlkað er í dómsal og í öðrum tilvikum þar sem dómtúlkunar er þörf, meðal annars í gegnum fjarfundarbúnað eða síma.
Túlkar gæta algjörs hlutleysis, trúnaðar og nákvæmni í störfum sínum.
Túlkar í dómsmálum skulu vera löggiltir til starfans. Fáist ekki löggiltur dómtúlkur má samkvæmt lögum kalla til túlk sem er ekki löggiltur. Það kemur fyrir að notuð sé túlkunarþjónusta erlendis frá, til dæmis þegar ekki finnst túlkur fyrir ákveðið tungumál. Túlkunin fer þá fram í gegnum fjarfundabúnað eða síma.
Túlkar eru yfirleitt boðaðir með litlum fyrirvara eða jafnvel á sama degi og meðferðin er í dómsal. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hversu mikinn tíma túlkarnir hafa til undirbúnings.
Dómari stjórnar því að túlkurinn fái gott ráðrúm til að sinna starfi sínu.
Hver boðar túlk í dómsal?
Í sakamálum sér ákæruvaldið um að kalla til túlk. Í einkamálum er það lögmaður. Í einstaka tilfellum er það dómstóllinn sem kallar túlkinn til.
Greiðsla fyrir þjónustu túlka er í höndum málsaðila sem getur verið hið opinbera eða einstaklingur.
Þýðing skjala í dómsmálum
Þýðendur skjala sem tengjast dómsmálum þurfa að jafnaði að vera löggildir skjalaþýðendur. Skjali á erlendu tungumáli þarf að jafnaði að fylgja þýðing á íslensku að því leyti sem byggt er á efni þess. Ef það er ekki möguleiki á löggiltum skjalaþýðanda, má leggja fram þýðingu annars hæfs aðila.
Tengt efni
Þjónustuaðili
Dómstólar