Tilkynna innbrot í bifreið
Ef þú veist hver var að verki eða hefur einhvern grunaðan, skalt þú bóka tíma í kærumóttöku lögreglu.
Almennt
Þú getur látið lögreglu vita með því að:
senda tilkynningu rafrænt
mæta á lögreglustöð
hringja í lögreglu
Upplýsingar sem þurfa að fylgja
Með tilkynningu þarf:
upplýsingar um tilkynnanda, eins og nafn, kennitölu og samskiptaupplýsingar
nákvæmar upplýsingar um atburðinn, eins og dagsetningu, tímasetningu og staðsetningu
lýsingu á bíl eða bifreið
upplýsingar um tryggingarfélag
aðar upplýsingar sem geta skipt máli,
Það er gott að senda sem mest af gögnum með tilkynningunni.
Afrit af skýrslu til tryggingafélags
Þegar tilkynning hefur verið send færð þú afrit sem er hægt að fara með til tryggingafélags eða afrit sent beint til tryggingarfélags.

Þjónustuaðili
Lögreglan