Þjálfun og viðurkenning skoðunarmanna
Skoðunarmenn hjá skoðunarstofum ökutækja þurfa að ljúka þjálfun og öðlast viðurkenningu Samgöngustofu og skoðunarmannsnúmer til þess að hafa heimild til þess að framkvæma faggiltar skoðanir. Einnig þurfa þjálfunarstöðvar skoðunarmanna að vera viðurkenndar af Samgöngustofu. Þessu er nánar lýst í reglugerð um skoðun ökutækja og í námskrá fyrir grunnþjálfun og endurmenntun skoðunarmanna.
Nöfn viðurkenndra skoðunarmanna og þjálfunarstöðva eru birt á heimasíðu Samgöngustofu.
Samgöngustofa veitir viðurkenningar þegar öllum skilyrðum er fullnægt.
Þegar gögn vantar með umsókn eða skilyrðum er ekki fullnægt er umsækjandi upplýstur um það með tölvupósti.
Umsókn um upphafsviðurkenningu skoðunarmanns
Skoðunarmaður sem sinnir faggiltum skoðunum á ökutækjum skal vera viðurkenndur af Samgöngustofu.
Ferlið
Skoðunarmaður lýkur grunnnámskeiði hjá þjálfunarstöð og lýkur upphafsþjálfun hjá skoðunarstofu. Þjálfunarstöð sendir Samgöngustofu upplýsingar um þá sem ljúka námskeiðum.
Skoðunarstofa eða tæknilegur stjórnandi sækir um upphafsviðurkenningu skoðunarmanns fyrir hönd skoðunarmanns hjá Samgöngustofu.
Samgöngustofa yfirfer umsókn og úthlutar skoðunarmanni sínu fyrsta skoðunarmannsnúmeri í ökutækjaskrá að öllum kröfum uppfylltum.
Fylgigögn
Staðfesting á menntun viðkomandi.
Ökuskírteini viðkomandi.
Umsókn um nýtt skoðunarmannsnúmer
Ef viðurkenndur skoðunarmaður hefur störf á annarri skoðunarstofu þarf að sækja um nýtt skoðunarmannsnúmer í ökutækjaskrá.
Ferlið
Skoðunarstofa eða tæknilegur stjórnandi sækir um nýtt skoðunarmannsnúmer fyrir hönd skoðunarmanns hjá Samgöngustofu.
Samgöngustofa yfirfer umsókn og úthlutar skoðunarmanni nýju númeri í ökutækjaskrá.
Samgöngustofa lokar fyrra númeri viðkomandi skoðunarmanns í ökutækjaskrá hafi það ekki verið þá þegar gert.
Fylgigögn
Ökuskírteini viðkomandi skoðunarmanns.
Tilkynning þjálfunarstöðvar um námskeiðslok
Þegar viðurkennd þjálfunarstöð skoðunarmanna hefur lokið námskeiði skal hún tilkynna þá aðila sem staðist hafa þjálfun.
Ferlið
Viðurkennd þjálfunarstöð sendir inn tilkynningu um námskeiðslok sem inniheldur upplýsingar um þá aðila sem lokið hafa þjálfun samkvæmt námskránni.
Samgöngustofa skráir inn viðeigandi þjálfun á tilgreinda aðila hvort sem um er að ræða þjálfun í tengslum við grunnviðurkenningu, endurmenntun eða sérhæfða viðurkenningu skoðunarmanns.
Fylgigögn
Ekki þarf að skila inn sérstökum fylgigögnum með tilkynningu um námskeiðslok.
Umsókn um viðurkenningu þjálfunarstöðvar skoðunarmanna
Samgöngustofa viðurkennir þjálfunarstöðvar til þjálfunar á skoðunarmönnum eins og nánar er lýst í námskránni. Þjálfunarstöð skal að lágmarki bjóða upp á grunnþjálfun og endurmenntun vegna grunnviðurkenningar skoðunarmanna.
Ferlið
Forsvarsmaður þjálfunarstöðvar sækir um viðurkenningu þjálfunarstöðvar til Samgöngustofu.
Umsókn og áskilin fylgigögn eru yfirfarin af Samgöngustofu.
Aðstaða og búnaður þjálfunarstöðvar er tekinn út af Samgöngustofu.
Samgöngustofa veitir upphafsviðurkenningu til þjálfunarstöðvar þegar hún hefur lagt mat á alla þætti starfseminnar eins og lýst er í námskránni.
Fylgigögn
Greinargerð um hvernig þjálfunarstöð hyggst uppfylla kröfur um aðföng og ábyrgð eins og lýst er í námskránni.
Kennsluskrá þjálfunarstöðvar í samræmi við þá viðurkenningu sem sótt er um.
Sé þjálfunarstöð ekki námskeiðshaldari (til dæmis skoðunarstofa) þarf að skila inn staðfestingu á gildri vottun gæðakerfis eins og nánar er lýst er í námskránni.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa