Tannvernd - ráðleggingar embættis landlæknis
Samkvæmt lögum er embætti landlæknis ætlað að stuðla að betri tannheilsu landsmanna með því að tryggja gæði tannheilbrigðisþjónustu, vinna að vitundarvakningu um tannvernd og efla forvarnarstarf á landsvísu.
Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga vegna tannlækninga
Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu vegna tannlækninga fyrir börn að 18 ára aldri og lífeyrisþega. Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku er að börn og lífeyrisþegar séu skráð hjá heimilistannlækni.
Aðrir greiða sjálfir fyrir tannlæknakostnað samkvæmt gjaldskrá síns tannlæknis.
Sjá nánar á vef Sjúkratrygginga Íslands
Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að panta tíma í fyrstu tannskoðun þegar barnið er tveggja ára. Mælt er með reglubundnu eftirliti tannlæknis einu sinni á ári.
Erlend tungumál
Fræðsluefni og bæklingar um tannhirðu og tannvernd fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli hafa verið þýdd á erlend tungumál:
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis