Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Kópavogsbær

Málaflokkur

Skipulagsmál, Kópavogur

Undirritunardagur

14. apríl 2016

Útgáfudagur

25. apríl 2016

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 336/2016

14. apríl 2016

AUGLÝSING

um afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogsbæjar á tillögum að breyttu deiliskipulagi.

Fífuhvammsland – Vesturhluti. Askalind 1. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, samþykkti bæjarstjórn Kópavogsbæjar þann 12. apríl 2016 breytt deiliskipulag fyrir Askalind 1. Í breytingunni felst að byggja viðbyggingu við austurhlið hússins og stækka kjallar til suðurs og austurs. Heildarbyggingarmagn og nýtingarhlutfall breytist.
Málsmeðferð var skv. 43. gr. ofangreindra laga. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Skipulagið öðlast þegar gildi.

Vatnsendi – Þing: Hrafnista. Boðaþing 11-13. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, samþykkti bæjarstjórn Kópavogsbæjar þann 12. apríl 2016 breytt deiliskipulag fyrir Boðaþing 11-13. Í breytingunni felst að hjúkrunarrýmum fjölgar úr 60 í 64 og heildarbyggingarmagn eykst um 200 m².
Málsmeðferð var skv. 3. mgr. 43. gr. ofangreindra laga. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Skipulagið öðlast þegar gildi.

Vatnsendi – Þing. Fróðaþing 44. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, samþykkti bæjarstjórn Kópavogsbæjar þann 12. apríl 2016 breytt deiliskipulag fyrir Fróðaþing 44. Í breytingunni felst að hús og götukóti hækkar um 30 sm.
Málsmeðferð var skv. 3. mgr. 44. gr. ofangreindra laga. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Skipulagið öðlast þegar gildi.

Vatnsendi. Vatnsendablettur 72 (Ögurhvarf 4a-c). Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, samþykkti bæjarstjórn Kópavogsbæjar þann 12. apríl 2016 breytt deiliskipulag fyrir Vatnsendablett 72 (Ögurhvarf 4a-c). Í breytingunni felst að lóðinni við Vatnsendablett 72 (Ögurhvarf 4a) er skipt í þrjár lóðir, Ögurhvarf 4a, 4b og 4c. Á nýrri lóð við Ögurhvarf 4b er gert ráð fyrir íbúðarhúsi á einni til tveimur hæðum með þremur íbúðum alls. Á nýrri lóð við Ögurhvarf 4c er gert ráð fyrir íbúðarhúsi á tveimur hæðum með fjórum íbúðum alls.
Málsmeðferð var skv. 1. mgr. 43. gr. ofangreindra laga. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Skipulagið öðlast þegar gildi.

Kópavogi, 14. apríl 2016.

Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri.

B deild - Útgáfud.: 25. apríl 2016

Tengd mál