Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Málaflokkur
Orkumál, Seltjarnarnes
Undirritunardagur
12. desember 2025
Útgáfudagur
17. desember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1397/2025
12. desember 2025
AUGLÝSING
um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn, nr. 901/2012.
1. gr.
Samkvæmt reglugerð fyrir Veitustofnun Seltjarnarness nr. 237/2011 og orkulögum nr. 58/1967, hefur ráðuneytið staðfest eftirfarandi breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn, nr. 901/2012, er tekur gildi við birtingu í Stjórnartíðindum.
2. gr.
3. gr. gjaldskrárinnar verður svohljóðandi:
Gjöld fyrir afnot af heita vatninu eru sem hér segir:
| Tegund | Veitusvæði | Kr. | 2% skattur | Með 11% vsk | Grunnur |
| Einingaverð | Sala í þéttbýli, húshitun | 177,25 | 3,54 | 200,68 | kr./m³ |
| Tegund | Veitusvæði | Kr. | 2% skattur | Með 24% vsk | Grunnur |
| Einingaverð | Sala í þéttbýli, til snjóbræðslu | 177,25 | 3,54 | 224,18 | kr./m³ |
| Einingaverð | Sala í þéttbýli, til iðnaðar | 177,25 | 3,54 | 224,18 | kr./m³ |
| Tegund | Stærð mælis | Kr. | 2% skattur | Með 11% vsk | Grunnur |
| Fast verð | A: 15-20 mm | 40,77 | 0,82 | 46,16 | kr./dag |
| Fast verð | A: 25-50 mm | 91,36 | 1,83 | 103,44 | kr./dag |
| Fast verð | A: 65 mm og stærri | 170,92 | 3,42 | 193,15 | kr./dag |
3. gr.
Fyrsti málsl. 4. gr. gjaldskrárinnar verður svohljóðandi: Hitaveitugjöld verða krafin mánaðarlega, og skulu þau greiðast til innheimtustofnunar, sem bæjarstjórn ákveður.
4. gr.
5. gr. gjaldskrárinnar verður svohljóðandi:
Heimæðagjald Veitustofnunar Seltjarnarness skal vera sem hér segir, fyrir eina heimæð:
| Stærð | Kr. |
| Stærð DN20 (25 mm PEX) | 220.000 |
| Stærð DN25 (32 mm PEX) | 418.623 |
| Stærð DN32 (40 mm PEX) | 628.659 |
| Stærð DN40 (50 mm PEX) | 1.285.804 |
| Stærð DN50 (63 mm PEX) | 2.084.161 |
| Stærð DN65 (75 mm PEX) | 4.166.059 |
| Stærð DN80 (90 mm PEX) | 8.326.252 |
Einn rennslismælir á grind kr. 129.596.
5. gr.
9. gr. gjaldskrárinnar verður svohljóðandi:
Þjónustugjöld:
| Seðilgjald | kr. | 261 |
| Tilkynningar- og greiðslugjald | kr. | 100 |
| Álestur | kr. | 7.500 |
| Innheimtuviðvörun | kr. | 1.200 |
| Kostnaður við lokun og opnun | kr. | 11.000 |
| Gjald fyrir opnun utan dagvinnutíma | kr. | 22.770 |
6. gr.
6. gr. gjaldskrárinnar fellur brott.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 12. desember 2025.
F. h. r.
Stefán Guðmundsson.
Hreinn Hrafnkelsson,
B deild — Útgáfudagur: 17. desember 2025