Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

C deild

Stofnun

Matvælaráðuneytið

Málaflokkur

Fjölþjóðasamningar

Undirritunardagur

15. febrúar 2023

Útgáfudagur

15. febrúar 2023

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 1/2023

15. febrúar 2023

AUGLÝSING

um innleiðingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/174 um breytingar á framkvæmdarreglugerð framkvæmda­stjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum inn í Sambandið, um framkvæmd reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 og (EB) nr. 178/2002.

1. gr.

Eftirfarandi reglugerð öðlast gildi hér á landi með reglugerð nr. 146/2023 um (7.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum, sem birt er í B-deild Stjórnartíðinda:

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/174 sem breytir framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 um um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum inn í Sambandið, um framkvæmd reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 og (EB) nr. 178/2002. Reglugerðin er birt á ensku í fylgiskjali með auglýsingu þessari.

2. gr.

Auglýsing þessi er sett með stoð í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og 29. gr. b laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, öll með síðari breytingum.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

Matvælaráðuneytinu, 15. febrúar 2023.

F. h. r.

Benedikt Árnason.

Margrét Björk Sigurðardóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

C deild - Útgáfud.: 15. febrúar 2023

Tengd mál