Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Málaflokkur
Evrópska efnahagssvæðið, Heilbrigðiseftirlit, Vinnuvernd
Undirritunardagur
28. maí 2025
Útgáfudagur
30. maí 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 572/2025
28. maí 2025
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 279/2003, um hávaðamengun í umhverfinu af völdum tækjabúnaðar til notkunar utanhúss.
1. gr.
Í stað III. viðauka reglnanna kemur nýr III. viðauki, sem birtur er með reglum þessum.
2. gr.
Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 3. mgr. 3. gr. og 34., 35., 38. og 47. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, til innleiðingar á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1208 frá 16. nóvember 2023 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/14/EB að því er varðar aðferðir við að mæla hávaða sem berst í lofti frá búnaði til nota utanhúss, sem vísað er til í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2025, öðlast þegar gildi.
Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, 28. maí 2025.
Inga Sæland.
Bjarnheiður Gautadóttir.
B deild - Útgáfud.: 30. maí 2025