Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

A deild

Stofnun

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Málaflokkur

Ríkisábyrgðir

Undirritunardagur

10. september 2020

Útgáfudagur

11. september 2020

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 109/2020

10. september 2020

LÖG

um breytingu á lögum um ríkisábyrgðir, nr. 121/1997.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Ákvæði laga þessara gilda ekki um þær ábyrgðarskuldbindingar sem ríkissjóði er heimilt að undirgangast gagnvart Icelandair Group hf., sem er kerfislega mikilvægt fyrirtæki, vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Afla skal heimilda í fjáraukalögum fyrir árið 2020 vegna þessara ábyrgðarskuldbindinga.

2. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört í Reykjavík, 10. september 2020.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.

A deild - Útgáfud.: 11. september 2020

Tengd mál