Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Skagafjörður
Málaflokkur
Skipulagsmál, Skagafjörður
Undirritunardagur
10. nóvember 2025
Útgáfudagur
13. nóvember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1168/2025
10. nóvember 2025
AUGLÝSING
um skipulagsmál í Skagafirði.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi – Birkimelur í Varmahlíð.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 40. fundi sínum 27. ágúst 2025 óverulega breytingu á deiliskipulagi Birkimels í Varmahlíð.
Númer lóðar breytist úr Birkimel 21-23 í Birkimel 21. Skilmála um lóðargerð er breytt úr P (parhús) í E (einbýlishús). Bílastæðum og hámarks nýtingarhlutfalli er breytt til samræmis við aðrar einbýlishúsalóðir. Þrjú bílastæði, norðanvert á lóð, hámarks nýtingarhlutfall sett í 0,30. Einnig er skilmálinn í greinargerð um að þakskegg skulu að jafnaði ekki ná lengra en 20 cm út fyrir ystu brún veggjar felldur út.
Ofangreind deiliskipulagsáætlun hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.
Skagafirði, 10. nóvember 2025.
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi.
B deild — Útgáfudagur: 13. nóvember 2025