Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Seðlabanki Íslands
Málaflokkur
Fjármálastarfsemi
Undirritunardagur
13. ágúst 2025
Útgáfudagur
25. ágúst 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 912/2025
13. ágúst 2025
REGLUR
um breytingu á reglum um millibankagreiðslukerfi Seðlabanka Íslands nr. 1030/2020.
1. gr. Breyting.
Eftirfarandi breyting verður á 2. gr. reglnanna:
Skilgreining á hugtakinu „Viðskiptadagur“ orðast svo: Virkur afgreiðsludagur fjármálafyrirtækja. Gamlársdagur telst ekki viðskiptadagur.
2. gr. Gildistaka o.fl.
Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 46. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands, öðlast þegar gildi.
Seðlabanka Íslands, 13. ágúst 2025.
Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.
B deild — Útgáfudagur: 25. ágúst 2025