Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

A deild

Stofnun

Forsætisráðuneytið

Málaflokkur

Alþingi

Undirritunardagur

15. júlí 2025

Útgáfudagur

15. júlí 2025

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 45/2025

15. júlí 2025

AUGLÝSING

um frestun á fundum Alþingis.

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra hefur forseti Íslands gefið út svofellt bréf um frestun á fundum Alþingis:

„Forseti Íslands
gjörir kunnugt: 

         Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis, 156. löggjafarþings, frá 14. júlí 2025 eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 9. september 2025.

Gjört á Bessastöðum, 14. júlí 2025.

Halla Tómasdóttir.

(L. S.)

Kristrún Frostadóttir.“

         Alþingi samþykkti hinn 14. júlí 2025 ályktun um samþykki til frestunar á fundum Alþingis samkvæmt 1. mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt framangreindu umboði og með skírskotun til samþykkis Alþingis var fundum Alþingis, 156. löggjafarþings, frestað hinn 14. júlí 2025.

 

Forsætisráðuneytinu, 15. júlí 2025.

F.h.r.

Páll Þórhallsson.

Gunnar Narfi Gunnarsson.

A deild — Útgáfudagur: 15. júlí 2025

Tengd mál