Upplýsingar um auglýsingu
Deild
A deild
Stofnun
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið (2012-2022)
Málaflokkur
Heilbrigðiseftirlit, Vatnamál
Undirritunardagur
30. mars 2016
Útgáfudagur
4. apríl 2016
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 22/2016
30. mars 2016
LÖG
um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009 (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna).
HANDHAFAR
VALDS
FORSETA
ÍSLANDS
samkvæmt
8.
gr.
stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra,
forseti
Alþingis
og
forseti
Hæstaréttar,
gjöra
kunnugt:
Alþingi
hefur
fallist
á
lög
þessi
og
vér
staðfest
þau
með
samþykki
voru:
1. gr.
Á undan 1. tölul. 3. gr. laganna kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Fasteign: Afmarkaður hluti lands, ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt, eins og fasteignin er nánar skilgreind í fasteignaskrá hverju sinni. Þá telst eignarhluti í fjöleignarhúsi vera sérstök fasteign.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
-
1.
mgr.
orðast
svo:
Heimilt er að innheimta fráveitugjald af öllum fasteignum þar sem tenging er fyrir hendi við mörk fasteignar. - Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Gjald vegna losunar kemur til viðbótar fráveitugjaldi skv. 1. mgr.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
- 2. og 3. málsl. 2. mgr. falla brott.
-
Á eftir 2. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Fráveitugjald skal vera hlutfall af fasteignamati fasteignar í heild en þó aldrei hærra en 0,5% af heildarmatsverði hennar. Í þeim tilvikum þegar matsverð fasteignar liggur ekki fyrir við álagningu fráveitugjalds en tenging er fyrir hendi er heimilt að ákveða fráveitugjald með hliðsjón af áætluðu fasteignamati eignarinnar fullfrágenginnar og ber þá að taka mið af fasteignamati sambærilegra fasteigna í sveitarfélaginu.
Geti eigandi eða umráðamaður fasteignar sýnt fram á að tiltekið mannvirki á fasteign, sem sérstaklega er aðgreint í fasteignaskrá, geti ekki tengst fráveitu af landfræðilegum eða tæknilegum ástæðum eða vegna eðlis þess getur hann beint erindi til stjórnar fráveitu um að álagning fráveitugjalds taki mið af því. Þá skulu hlunnindi, ræktað land og önnur sérstök fasteignaréttindi sem skilgreind eru í fasteignaskrá sem hluti fasteignarinnar vera undanþegin við álagningu fráveitugjalds ef þau mynda umtalsverðan hluta af matsverði.
Í stað þess að miða við fasteignamat, sbr. 3. mgr., er heimilt að miða fráveitugjald við fast gjald á hverja fasteign fyrir sig, auk álags vegna annars eða hvors tveggja af eftirfarandi, en þó aldrei hærra en segir í 1. málsl. 3. mgr.:- rúmmáls allra mannvirkja á fasteign eða
- flatarmáls allra mannvirkja á fasteign og/eða notkunar samkvæmt mæli.
Álagning skv. a- og b-lið skal þó aldrei vera hærri en segir í 1. málsl. 3. mgr.
4. gr.
2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum orðast svo:
Stjórn fráveitu er skylt að yfirtaka eina tengingu við fráveitu frá safnkerfi að lóðamörkum sveitarfélagsins að fenginni skriflegri beiðni frá eiganda. Aukatengingar tilheyra áfram viðkomandi fasteign.
5. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Gjört í Reykjavík, 30. mars 2016.
| Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. | Einar K. Guðfinnsson. | Markús Sigurbjörnsson. |
| (L. S.) |
Sigrún Magnúsdóttir.
A deild - Útgáfud.: 4. apríl 2016