Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Garðabær
Málaflokkur
Skipulagsmál, Garðabær
Undirritunardagur
25. mars 2014
Útgáfudagur
27. mars 2014
Leiðréttingar
8. september 2016
HTML-texti: Dagsetningin "25. mars 2014" fyrir ofan heiti auglýsingar verði: 27. mars 2014
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 293/2014
25. mars 2014
AUGLÝSING
um deiliskipulag í Garðabæ.
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt eftirfarandi deiliskipulag Urriðaholts, norðurhluta og breytingar á deiliskipulagi Urriðaholts, vesturhluta:
-
Urriðaholt
-
norðurhluti,
deiliskipulag.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 66-72 íbúðum í 3 fjölbýlishúsum og leikskólalóð. Allar byggingar standa við norðurenda Holtsvegar að vestanverðu. -
Hellagata
31,
breyting
á
deiliskipulagi
vesturhluta
Urriðaholts.
Breytingin gerir ráð fyrir fjölgun íbúða um 3 (úr 6 í 9) og fjölgun bílastæða um 6 (úr 12 í 18). Byggingarmagn ofanjarðar breytist ekki. -
Holtsvegur
51,
breyting
á
deiliskipulagi
vesturhluta
Urriðaholts.
Breytingin gerir ráð fyrir fjölgun íbúða um 6 (úr 10 í 16) og fjölgun bílastæða um 16 (úr 20 í 36). Byggingarmagn ofanjarðar minnkar um 326 m². -
Hraungata
19-23,
breyting
á
deiliskipulagi
vesturhluta
Urriðaholts.
Breytingin gerir ráð fyrir minniháttar breytingum á byggingarreitum og tilfærslum á bílastæðum. Byggingarmagn ofanjarðar breytist ekki. -
Hraungata
41-45
og
47-51,
breyting
á
deiliskipulagi
vesturhluta
Urriðaholts.
Breytingin gerir ráð fyrir minniháttar breytingum á byggingarreitum og tilfærslum á bílastæðum. Byggingarmagn ofanjarðar breytist ekki. -
Hraungata
25-39,
breyting
á
deiliskipulagi
vesturhluta
Urriðaholts.
Breytingin gerir ráð fyrir fjölgun íbúða um 2 (úr 8 í 10) og fjölgun bílastæða um 4 (úr 18 í 22) eins og skipulagsnefnd hefur áður samþykkt. Valmöguleiki um raðhúsagerð R1 er felldur út. -
Víkurgata
2,
breyting
á
deiliskipulagi
vesturhluta
Urriðaholts.
Breytingin gerir ráð fyrir fjölgun íbúða um 2 (úr 8 í 10) og fjölgun bílastæða um 7 (úr 10 í 17). Byggingarmagn ofanjarðar stækkar um 99 m². -
Skólalóðir
við
Vörðuveg,
breyting
á
deiliskipulagi
vesturhluta
Urriðaholts.
Breytingin gerir ráð fyrir að grunnskólalóðin Vörðuvegur 1 og leikskólalóðin Vörðuvegur 3 sameinist í eina lóð Vörðuveg 1-3 og að gönguleið sem lá á milli lóðanna verði felld út. -
Salarhæð
fjölbýlishúsa,
breyting
á
deiliskipulagi
vesturhluta
Urriðaholts.
Breytingin gerir ráð fyrir að skilgreind lágmarks salarhæð fjölbýlishúsa verði 2,9 m í stað 3,0 m.
Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.
Garðabæ, 27. mars 2014.
Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
B deild - Útgáfud.: 27. mars 2014