Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskóli Íslands
Málaflokkur
Menntamál, Háskólar
Undirritunardagur
12. júní 2025
Útgáfudagur
27. júní 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 705/2025
12. júní 2025
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 244/2014 um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl. og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds, ásamt viðauka.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á staflið B í viðauka:
- Heiti 1. töluliðar skal vera: Skrásetning stúdenta í námskeið og próf og önnur miðlæg umsýsla.
- 2. málsl. 1. töluliðar fellur brott.
- Á eftir 1. tölulið kemur nýr töluliður, 2. töluliður, Umsýsla stúdenta á fræðasviðum, sem orðast svo: Önnur gjöld (reiknuð) 25% af rekstri stjórnsýslueininga.
- Orðið og millistrikið „─ Ugla“ í heiti 2. töluliðar, sem verður 3. töluliður, fellur brott. Í stað orðanna „þess hluta nemendakerfisins sem snýr að nemendum“ í 1. málsl. koma orðin: hugbúnaðargerðar 85%.
- 3. töluliður verður 4. töluliður.
- 4. töluliður verður 5. töluliður.
- 2. málsl. 5. töluliðar, sem verður 6. töluliður, orðast svo: Bókfærð gjöld, framlag til FS, hlutur FS í 13. þús. gjöldum. 3. málsl. fellur brott.
- 6. töluliður, sem verður 7. töluliður, Kennslusvið, breytist og verður svohljóðandi:
Reiknuð gjöld af rekstri skrifstofu kennslusviðs 50%.
Reiknuð gjöld af rekstri kennslumiðstöðvar 20%.
Reiknuð gjöld stafrænnar kennslu og miðlunar 50%.
- Heiti 7. töluliðar, sem verður 8. töluliður, verður: Þjónusta Alþjóðaskrifstofu.
- Heiti 8. töluliðar, sem verður 9. töluliður, verður: Aðgangur að bókasafni og annarri aðstöðu. Á töluliðnum eru gerðar svofelldar breytingar:
- málsl. orðast svo: Landsaðgangur, 50% áætlað vegna nemenda auk hluta bókasafns.
- málsl. fellur brott.
- málsl. verður 2. málsliður og orðast svo: Önnur gjöld reiknuð, húsnæði nemendafélaga og önnur félagsaðstaða stúdenta.
- Í stað orðsins „Reiknistofnunar“ í 2. málsl. 9. töluliðar, sem verður 10. töluliður, kemur: UTS.
- Í stað tölunnar „9“ í málslið 10. töluliðar, sem verður 11. töluliður, kemur talan: 10.
2. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við 71. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands með heimild í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 12. júní 2025.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
B deild - Útgáfud.: 27. júní 2025