Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

A deild

Stofnun

Forsætisráðuneytið

Málaflokkur

Undirritunardagur

14. mars 2025

Útgáfudagur

14. mars 2025

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 4/2025

14. mars 2025

FORSETAÚRSKURÐUR

um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt:

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar og laga um Stjórnarráð Íslands skiptist Stjórnarráð Íslands í ráðuneyti sem hér segir:

  1. forsætisráðuneyti,
  2. atvinnuvegaráðuneyti,
  3. dómsmálaráðuneyti,
  4. félags- og húsnæðismálaráðuneyti,
  5. fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  6. heilbrigðisráðuneyti,
  7. innviðaráðuneyti,
  8. menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti,
  9. mennta- og barnamálaráðuneyti,
  10. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti,
  11. utanríkisráðuneyti.

Úrskurður þessi öðlast gildi 15. mars 2025. Frá sama tíma falla úr gildi ákvæði eldri forsetaúrskurðar nr. 5 frá 31. janúar 2022 um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti.

Gjört á Bessastöðum, 14. mars 2025.

Halla Tómasdóttir.
(L. S.)

Kristrún Frostadóttir.

A deild - Útgáfud.: 14. mars 2025