Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Seðlabanki Íslands
Málaflokkur
Evrópska efnahagssvæðið, Fjármálastarfsemi
Undirritunardagur
22. desember 2022
Útgáfudagur
6. janúar 2023
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1701/2022
22. desember 2022
REGLUR
um gerð samstæðureikningsskila fjármálafyrirtækja.
1. gr. Gildissvið.
Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem uppfylla varfærniskröfur á samstæðugrunni í samræmi við 2. kafla, bálk II, í fyrsta hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.
2. gr. Gerð samstæðureikningsskila.
Um gerð samstæðureikningsskila fjármálafyrirtækja skv. 18. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 fer eftir reglugerð (ESB) 2022/676, sbr. 3. gr.
3. gr. Innleiðing reglugerðar.
Með reglum þessum öðlast gildi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/676 frá 3. desember 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina skilyrðin fyrir gerð samstæðureikningsskila í þeim tilvikum sem um getur í 3.-6. mgr. og 8. mgr. 18. gr. þeirrar reglugerðar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 215/2022 frá 8. júlí 2022.
Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 57/2015, vísar Seðlabanki Íslands til birtingar enskrar útgáfu af reglugerð framkvæmdastjórnarinnar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (e. Official Journal of the European Union): https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32022R0676, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 123, þann 26. apríl 2022, bls. 1-9.
4. gr. Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 2. tölul. 2. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast þegar gildi.
Seðlabanka Íslands, 22. desember 2022.
|
Ásgeir
Jónsson seðlabankastjóri. |
Rannveig
Júníusdóttir framkvæmdastjóri. |
B deild - Útgáfud.: 6. janúar 2023