Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Málaflokkur
Félagsmál
Undirritunardagur
19. desember 2025
Útgáfudagur
29. desember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1488/2025
19. desember 2025
REGLUGERÐ
um fjárhæðir greiðslna á árinu 2026 samkvæmt lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar.
1. gr.
Fjárhæðir greiðslna samkvæmt lögum nr. 40/2009, um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar, skulu vera sem hér segir á árinu 2026:
- Hámarksfjárhæð tekjutengdra greiðslna skv. 1. málsl. 3. mgr. 10. gr. skal nema 1.060.364 kr. á mánuði.
- Lágmarksfjárhæð tekjutengdra greiðslna skv. 2. málsl. 3. mgr. 10. gr. skal nema 275.138 kr. á mánuði.
- Fjárhæð greiðslna til líffæragjafa í námi skv. 1. mgr. 15. gr. skal nema 275.138 kr. á mánuði.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 8. mgr. 10. gr. og 3. mgr. 15. gr., sbr. einnig 18. gr. laga nr. 40/2009, um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar, öðlast gildi 1. janúar 2026. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1490/2024, um fjárhæðir greiðslna fyrir árið 2024 samkvæmt lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar.
Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, 19. desember 2025.
Inga Sæland.
Ásgeir Runólfsson.
B deild — Útgáfudagur: 29. desember 2025