Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (2012-2022)
Málaflokkur
Sjávarútvegur, Landhelgismál
Undirritunardagur
28. desember 2021
Útgáfudagur
30. desember 2021
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1665/2021
28. desember 2021
REGLUGERÐ
um (2.) breytingu á reglugerð nr. 640/2021, um veiðar á makríl.
1. gr.
3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Heimilt er hverju skipi að veiða allt að 10% umfram aflamark í makríl á árinu 2021 og dregst sá umframafli frá aflamarki þess á árinu 2022. Heimilt er að flytja allt að 15% aflamarks fiskiskips í makríl frá árinu 2021 til ársins 2022. Flutningsheimildir samkvæmt þessari grein eiga einnig við um aflaheimildir sem skip fá úthlutað af aflamagni sem dregið er frá upphaflegri úthlutun samkvæmt B- og D-lið 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 16. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og 19. gr. laga nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. desember 2021.
Svandís
Svavarsdóttir
sjávarútvegs-
og
landbúnaðarráðherra.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
B deild - Útgáfud.: 30. desember 2021