Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Sveitarfélagið Árborg
Málaflokkur
Sorphreinsun, Sveitarfélagið Árborg
Undirritunardagur
4. desember 2024
Útgáfudagur
27. desember 2024
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1647/2024
4. desember 2024
GJALDSKRÁ
fyrir móttöku og meðhöndlun úrgangs á gámasvæði í Sveitarfélaginu Árborg.
1. gr.
Sveitarfélagið Árborg annast rekstur á söfnunarstöð úrgangs (gámasvæði) í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar skal innheimta gjald samkvæmt gjaldskrá þessari fyrir meðhöndlun úrgangs samkvæmt samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Árborg nr. 262/2024.
2. gr.
Allir fasteignaeigendur í Sveitarfélaginu Árborg taka þátt í föstum kostnað við meðhöndlun úrgangs af rekstri grenndarstöðva og söfnunarstöðva (gámasvæðis) sem veitir gjaldfrjálsan aðgang að gámsvæði Sveitarfélagsins Árborgar með úrgang sem skilgreindur er gjaldfrjáls sem og úrgang sem ber úrvinnslugjald.
3. gr.
Greiða þarf samkvæmt neðangreindri gjaldskrá vegna móttökustöðvar í Sveitarfélaginu Árborg (gámasvæðis). Greitt er fyrir móttöku á öllum gjaldskyldum úrgangi eftir vigt. Virðisaukaskattur er innifalin í gjöldunum.
| Lágmarkskomugjald á móttökustöð með gjaldskyldan úrgang | kr./skipti | 750 |
| Lágmarkskomugjald fyrir eðlislétt sorp (t.d. einangrunarplast) | kr./m³ | 1.410 |
| Gjaldskyldur úrgangur – gjald er tekið eftir vigt | Eining | Gjald |
| Grófur úrgangur s.s. plasthúsgögn, dýnur, húsgögn og annað óflokkað | kr./kg | 79 |
| Almennt heimilissorp – blandaður úrgangur | kr./kg | 71 |
| Garðaúrgangur, s.s. trjágreinar, gras, arfi o.fl. | kr./kg | 15 |
| Gifs og gifsplötur frá framkvæmdum | kr./kg | 79 |
| Gler, postulín, kermik og flísar | kr./kg | 31 |
| Smádýrahræ, sláturúrgangur, bein o.fl. (lágmark 2.000 kr.) | kr./kg | 315 |
| Húsdýraúrgangur | kr./kg | 20 |
| Jarðvegur – grjót, möl, mold og önnur steinefni | kr./kg | 34 |
| Hreint timbur | kr./kg | 22 |
| Málað timbur | kr./kg | 39 |
| Gjaldfrjáls úrgangur – afsetning er hluti af föstu gjaldi eða ber úrvinnslugjald | Eining | Gjald |
| Umbúðir úr sléttum pappa | kr./kg | 0 |
| Plastumbúðir | kr./kg | 0 |
| Heyrúlluplast | kr./kg | 0 |
| Bylgjupappi | kr./kg | 0 |
| Hjólbarðar | kr./kg | 0 |
| Raftæki | kr./kg | 0 |
| Spilliefni | kr./kg | 0 |
| Málmar | kr./kg | 0 |
| Dagblöð, tímarit og skrifstofupappír | kr./kg | 0 |
| Föt og textíll | kr./kg | 0 |
| Rafhlöður | kr./kg | 0 |
| Rafgeymar | kr./kg | 0 |
| Kælimiðlar | kr./kg | 0 |
| Önnur gjöld | Eining | Gjald |
| Mulningur 0-25 | kr./kg | 5 |
| Drenmöl 10-25 | kr./kg | 6 |
| N.sandur 0-8 | kr./kg | 5 |
| Fjörusandur | kr./kg | 2 |
| Fjörusandur úr Eyrarbakkafjöru - afgreiddur í fjörunni | kr./kg | 1.700 |
| Vigtun bifreiða – útgáfa vottorðs | kr./bíl | 5.193 |
| Tunnugjald: Nýjar 140 l tunnur | kr./ílát | 12.300 |
| Tunnugjald: Nýjar 240 l tunnur | kr./ílát | 15.400 |
| Tunnugjald: Nýjar 240 l tvískiptar tunnur | kr./ílát | 20.000 |
| Tunnugjald: Ný 660 l ker | kr./ílát | 57.500 |
| Tunnugjald: Ný 1.000 l ker | kr./ílát | 117.000 |
| Útkeyrslugjald tunnur | kr./ferð | 3.000 |
| Útkeyrslugjald ker | kr./ferð | 6.000 |
| Tunnufesting | stk. | 4.749 |
| Teygjufesting á lok í lausasölu | stk. | 995 |
| Teygjufesting á lok sett á nýjar tunnur | stk. | 1.244 |
| Lok á tunnur | stk. | 3.000 |
| Tunnugjald: Notuð tunna/ker - 50% af verði nýrrar | kr./ílát | 50% |
| Leigugjald á gámasvæði | Eining | Gjald |
| Lágmarksgjald á mánuði | kr. | 2.010 |
| Fermetragjald á mánuði | kr./m² | 334 |
4. gr.
Gjaldskrá þessi, sem er samin og samþykkt af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar, staðfestist hér með, skv. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, og öðlast gildi 1. janúar 2025
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá fyrir sorphirðu í Sveitarfélaginu Árborg, nr. 1425/2023.
Samþykkt í bæjarstjórn, 4. desember 2024.
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Almenn gjaldskrá á gámasvæði Sveitarfélagsins Árborgar
Athygli er vakin á að einungis er tekið er við rafrænum greiðslum eða að fyrirtæki eru í reikningsviðskiptum.
Alltaf skal hafa samráð við starfsmenn um flokkun úrgangs.
B deild - Útgáfud.: 27. desember 2024