Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

A deild

Stofnun

Forsætisráðuneytið

Málaflokkur

Ríkisstjórn, Stjórnarráð Íslands

Undirritunardagur

20. desember 2025

Útgáfudagur

20. desember 2025

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 87/2025

20. desember 2025

FORSETAÚRSKURÐUR

um breytingu á forsetaúrskurði nr. 6/2025, um skiptingu starfa ráðherra.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt:

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga um Stjórnarráð Íslands, forsetaúrskurðar um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti og forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands er hér með gerð eftirfarandi breyting á forsetaúrskurði nr. 6/2025, um skiptingu starfa ráðherra:

1. gr.

Við bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. fer Inga Sæland með stjórnarmálefni sem heyra undir innviðaráðuneytið og ber embættisheitið innviðaráðherra, um stundarsakir, meðan fjarvera Eyjólfs Ármannssonar, vegna persónulegra ástæðna, varir.

2. gr.

Við bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. fer Inga Sæland með stjórnarmálefni sem heyra undir mennta- og barnamálaráðuneytið og ber embættisheitið mennta- og barnamálaráðherra, um stundarsakir, meðan fjarvera Guðmundar Inga Kristinssonar, vegna veikinda, varir.

3. gr.

Ákvæði til bráðabirgða, sbr. forsetaúrskurð nr. 84/2025, fellur brott.

4. gr.

Forsetaúrskurður þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum. 20. desember 2025.

Halla Tómasdóttir.

(L. S.)

Kristrún Frostadóttir.

A deild — Útgáfudagur: 20. desember 2025

Tengd mál