Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Innviðaráðuneytið
Málaflokkur
Rannsóknir, Siglingar - skip
Undirritunardagur
27. apríl 2022
Útgáfudagur
17. maí 2022
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 567/2022
27. apríl 2022
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 616/2017 um rannsóknir og forvarnir gegn sjóslysum og sjóatvikum.
1. gr.
Á eftir 1. mgr. 15. gr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Rannsóknarnefndin skal leitast við að tryggja að þeir aðilar, sem tillögu í öryggisátt er beint til, staðfesti móttöku hennar. Þegar tillögu í öryggisátt er svarað skal, eftir því sem við á, veita upplýsingar um hvernig og hvenær brugðist verði við henni. Rannsóknarnefndin skal fylgja svörum þeirra, sem tillögu er beint til, eftir þangað til hún ákveður að loka tillögu.
Rannsóknarnefndin getur að endingu lokað tillögu í öryggisátt með eftirfarandi hætti:
- Fullnægjandi viðbrögð.
- Viðbrögð fullnægjandi að hluta.
- Ófullnægjandi viðbrögð.
- Tillögu í öryggisátt ósvarað.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. 40. gr. laga um rannsókn samgönguslysa, nr. 18/2013, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 27. apríl 2022.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
B deild - Útgáfud.: 17. maí 2022