Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Matvælaráðuneytið
Málaflokkur
Evrópska efnahagssvæðið, Landbúnaður, Matvæli, Fóður
Undirritunardagur
7. október 2024
Útgáfudagur
16. október 2024
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1139/2024
7. október 2024
REGLUGERÐ
um (5.) breytingu á reglugerð nr. 234/2020 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi með matvælum, fóðri o.fl.
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinnar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, öðlast eftirtalin ESB-gerð gildi hér á landi:
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/671 frá 4. febrúar 2022 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar sértækar reglur um opinbert eftirlit sem lögbær yfirvöld inna af hendi með dýrum, afurðum úr dýraríkinu og kímefnum, eftirfylgniaðgerðir sem lögbært yfirvald á að grípa til ef ekki er farið að reglum um auðkenningu og skráningu nautgripa, sauðfjár og geita eða ef ekki er farið að tilskildum ákvæðum meðan á umflutningi stendur á tilteknum nautgripum gegnum Sambandið og um niðurfellingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 494/98. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2024, frá 12. júní 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 65, frá 29. ágúst 2024, bls. 88.
Reglugerðin skal gilda með þeim aðlögunum sem fram koma í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2024.
2. gr.
Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 7. október 2024.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Emilía Madeleine Heenen.
B deild - Útgáfud.: 16. október 2024