Upplýsingar um auglýsingu
Deild
A deild
Stofnun
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Málaflokkur
Opinberir starfsmenn, Launamál
Undirritunardagur
30. desember 2016
Útgáfudagur
30. desember 2016
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 130/2016
30. desember 2016
LÖG
um kjararáð.
FORSETI
ÍSLANDS
gjörir
kunnugt:
Alþingi
hefur
fallist
á
lög
þessi
og
ég
staðfest
þau
með
samþykki
mínu:
1. gr. Verkefni kjararáðs.
Verkefni kjararáðs er að ákveða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, saksóknara, ráðherra, ráðuneytisstjóra, sendiherra og þeirra skrifstofustjóra sem heyra undir ráðherra sem fer með starfsmannamál ríkisins og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjarasamninga, forsetaritara, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og ríkissáttasemjara. Kjararáð ákveður einnig laun og starfskjör nefndarmanna yfirskattanefndar, úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, kærunefndar útlendingamála og úrskurðarnefndar velferðarmála sem eru í fullu starfi. Í störfum sínum skal kjararáð fylgja ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, eftir því sem við á, sem og ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012.
2. gr. Skipun kjararáðs.
Kjararáð
skal
skipað
fimm
ráðsmönnum
og
jafnmörgum
vararáðsmönnum.
Alþingi
kýs
þrjá
ráðsmenn.
Hæstiréttur
skipar
einn
ráðsmann
og
ráðherra
er
fer
með
starfsmannamál
ríkisins
annan.
Sömu
aðilar
velja
vararáðsmenn.
Kjararáðsmenn
skulu
skipaðir
til
fjögurra
ára
í
senn.
Kjararáð
kýs
formann
og
varaformann
úr
hópi
aðalmanna
og
setur
sér
sjálft
starfsreglur.
Ráðherra
skal
tryggja
ráðinu
hæfileg
starfsskilyrði.
3. gr. Gagnaöflun.
Kjararáð
aflar
sér
af
sjálfsdáðum
nauðsynlegra
gagna
og
upplýsinga
og
er
því
rétt
að
krefjast
skýrslna,
munnlegra
og
skriflegra,
af
starfsmönnum
og
launagreiðendum
þeirra
sem
heyra
undir
kjararáð.
Skulu
þeir
m.a.
veita
upplýsingar
um
aukastörf
og
hlunnindi
sem
störfunum
fylgja.
Þeim
sem
undir
úrskurðarvald
kjararáðs
falla,
talsmönnum
þeirra,
öðrum
ráðuneytum
vegna
starfsmanna
og
stofnana
sem
undir
þau
heyra
og
ráðuneyti
er
fer
með
starfsmannamál
ríkisins
skal
gefinn
kostur
á
að
leggja
fram
skriflegar
eða
munnlegar
greinargerðir
vegna
þeirra
mála
sem
til
úrlausnar
eru.
Ráðið
getur
og
heimilað
málsaðilum
að
reifa
mál
sitt
fyrir
ráðinu.
Kjararáð
getur
kvatt
sérfróða
menn
til
starfa
í
þágu
ráðsins
og
til
ráðuneytis
um
úrlausn
mála.
4. gr. Launaákvarðanir.
Kjararáð
ákveður
þingfararkaup
samkvæmt
lögum
um
þingfararkaup
alþingismanna
og
þingfararkostnað.
Kjararáð
skal
ákvarða
laun
og
kveða
á
um
önnur
starfskjör.
Kjararáð
skal
við
úrlausn
mála
taka
tillit
til
starfsskyldna
og
ábyrgðar,
hæfniskrafna,
vinnuframlags
og
álags
er
starfi
fylgja.
Ráðið
skal
einnig
meta
og
taka
tillit
til
kvaða
sem
störfunum
fylgja,
svo
og
hlunninda
og
réttinda
sem
tengjast
embætti
og
launum,
þ.m.t.
lífeyrisréttinda
og
ráðningarkjara.
Einnig
getur
ráðið
ákveðið
sérstakan
tímabundinn
launaauka
vegna
sérstaks
álags
er
starfinu
fylgir.
Við
ákvörðun
starfskjara
þeirra
sem
kjararáð
ákveður
laun
fyrir
skal
ráðið
gæta
þess
að
þau
séu
á
hverjum
tíma
í
samræmi
við
laun
í
þjóðfélaginu.
Í
þessu
skyni
skal
kjararáð
fylgjast
með
og
leggja
mat
á
kjarasamninga
og
almenna
launaþróun.
Kjararáð
skal
í
úrskurðum
sínum
ætíð
taka
tillit
til
almennrar
þróunar
kjara
á
vinnumarkaði.
Kjararáði
er
þó
heimilt
að
ákveða
að
laun
taki
árlega
breytingum
til
samræmis
við
sameiginlega
launastefnu
á
vinnumarkaði
eða
önnur
viðmið
sem
lýsa
almennri
launaþróun
á
vinnumarkaði.
Kjararáð
úrskurðar
hvaða
aukastörf
tilheyra
aðalstarfi
og
hver
beri
að
launa
sérstaklega.
5. gr. Málsmeðferð.
Kjararáð
skal
taka
mál
til
meðferðar
þegar
því
þykir
þurfa.
Eigi
sjaldnar
en
árlega
skal
kjararáð
meta
hvort
tilefni
sé
til
breytinga
á
starfskjörum
sem
það
ákveður
og
ætíð
ef
orðið
hafa
verulegar
breytingar
á
launum
í
þjóðfélaginu.
Kjararáð
skal
birta
ákvarðanir
sínar
og
úrskurði
og
ástæður
fyrir
þeim
opinberlega
með
skipulegum
og
aðgengilegum
hætti.
Við
endurmat
launasetningar
einstakra
hópa
skal
kjararáð
skilgreina
samanburðarhópa
og
birta
í
úrskurði
sínum
tölulegar
upplýsingar
um
laun
og
launaþróun
þeirra.
Ákvörðunum
og
úrskurðum
kjararáðs
verður
ekki
skotið
til
annars
stjórnvalds.
6. gr. Kostnaður.
Kostnaður við kjararáð skal greiðast úr ríkissjóði. Ráðherra ákvarðar greiðslur til þeirra sem sitja í kjararáði.
7. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2017. Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög um kjararáð, nr. 47/2006, með síðari breytingum.
8. gr. Breyting á öðrum lögum.
Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
- Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum:
- Á eftir orðunum „sbr. 39. gr.“ í 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: samkvæmt ákvörðun ráðherra, hlutaðeigandi ráðherra, forsætisnefndar eða stjórnar, sbr. 39. gr. a, nema annað leiði af lögum.
- Á eftir orðunum „og þeim sem kjararáð“ í 1. málsl. 2. mgr. 9. gr. laganna kemur: eða ráðherra, hlutaðeigandi ráðherra, forsætisnefnd eða stjórn.
-
Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
- Í stað orðanna „Stjórnarráði, sendiherrar og sendifulltrúar“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: Stjórnarráði og sendiherrar.
- 11. tölul. 1. mgr. orðast svo: Nefndarmenn sjálfstæðra úrskurðarnefnda sem hafa það starf að aðalstarfi.
- Við 25. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: að gert er við hann samkomulag um starfslok, sbr. 39. gr. c.
- Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
-
Á
eftir
1.
mgr.
kemur
ný
málsgrein,
svohljóðandi:
Stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, getur flutt embættismann í annað starf án auglýsingar skv. 2. mgr. 7. gr., enda liggi fyrir ósk eða samþykki embættismannsins sjálfs. Enn fremur getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað starf er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því og fyrir liggi ósk eða samþykki embættismannsins sjálfs. -
2.
mgr.,
er
verður
3.
mgr.,
orðast
svo:
Flytjist maður í annað embætti eða annað starf skv. 1. og 2. mgr. sem er lægra launað skal greiða honum launamismuninn þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans. -
39.
gr.
laganna
orðast
svo:
Um laun og önnur launakjör þeirra embættismanna sem ekki eru ákveðin af kjararáði fer skv. 39. gr. a. Þó skulu laun og önnur launakjör þeirra skrifstofustjóra í Stjórnarráði sem ekki falla undir úrskurðarvald kjararáðs, lögreglumanna, tollvarða og fangavarða fara eftir kjarasamningum sem stéttarfélög eða samtök þeirra gera við ríkið, sbr. 47. gr. - Á eftir 39. gr. laganna koma þrjár nýjar greinar, 39. gr. a – 39. gr. c, svohljóðandi:
-
(39.
gr.
a.)
Ráðherra ákveður fjölda grunnlaunaflokka starfa, á hvaða forsendum sú grunnlaunaflokkun byggist og í hvaða grunnlaunaflokk einstöku starfi er skipað, forsendur fyrir frekari undirflokkun þeirra auk forsendna fyrir greiðslu viðbótarlauna. Hlutaðeigandi ráðherra eða stjórn ákvarðar undirflokkun forstöðumanns innan viðkomandi grunnlaunaflokks og viðbótarlaun innan ramma hinna almennu forsendna sem ráðherra setur. Samráð skal haft við Félag forstöðumanna ríkisstofnana við ákvarðanir um forsendur grunnlaunaflokkunar og skal félaginu gefinn kostur á að fylgjast með og fjalla fyrir hönd félaga sinna um álitamál sem upp kunna að koma vegna flokkunar starfa og forsendna viðbótarlauna. Ríkissjóður skal greiða sérstakt framlag til félagsins til að standa straum af kostnaði sem hlýst af rekstri álitamála sem upp koma vegna framkvæmdar þessarar greinar. Framlag þetta skal nema 0,40% af heildarlaunum félagsmanna.
Forsætisnefnd Alþingis ákvarðar grunnlaunaflokkun, undirflokkun og viðbótarlaun skrifstofustjóra Alþingis með hliðsjón af þeim forsendum sem settar eru samkvæmt þessari grein. Á sama hátt ákvarðar stjórn dómstólasýslunnar grunnlaunaflokk, undirflokk og viðbótarlaun fyrir framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar, skrifstofustjóra Hæstaréttar og Landsréttar. Við ákvörðun launa samkvæmt þessari málsgrein skal gæta sömu sjónarmiða og fram koma í 3.–5. mgr. og skal hún rökstudd og tilkynnt til ráðherra sem birtir hana opinberlega skv. 7. mgr. Ráðuneyti er fer með starfsmannamál ríkisins skal gefinn kostur á að leggja fram skriflega greinargerð um þau mál sem til úrlausnar eru.
Við ákvörðun um röðun starfs í grunnlaunaflokk skal einkum horfa til starfsbundinna þátta. Við ákvörðun um röðun starfs í undirflokka skal einkum horfa til persónubundinna þátta og hvaða aukastörf beri að launa sérstaklega og kveða á um önnur starfskjör. Við ákvörðun grunnlaunaflokka og undirflokka skal sérstaklega gæta samræmis milli þeirra kjara hjá ríkinu sem greidd eru á grundvelli kjarasamninga annars vegar og ákvarðana skv. 1. mgr. hins vegar. Ætíð skal taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.
Áður en ákvörðun um breytingu á grunnlaunaflokkun og undirflokkun er tekin skal afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga og getur ráðherra og hlutaðeigandi ráðherra eða stjórn krafist skýrslna, munnlegra eða skriflegra, af aðilum. Skulu þeir m.a. veita upplýsingar um aukastörf og hlunnindi sem störfunum fylgja. Hlutaðeigandi ráðherra eða stjórn skal gefinn kostur á að leggja fram skriflegar greinargerðir um breytingar á grunnlaunaflokkun til ráðherra.
Greiða má forstöðumanni viðbótarlaun, svo sem vegna árangurs í starfi, sérstaks álags í starfi, aukinnar ábyrgðar tímabundið og vegna nýsköpunar. Hlutaðeigandi ráðherra eða stjórn tekur ákvörðun um hvort viðbótarlaun verða greidd forstöðumanni. Taka má mál til meðferðar að ósk hlutaðeigandi forstöðumanns. Ákvörðun um viðbótarlaun skal vera tímabundin en gildir þó aldrei lengur en tvö ár í senn. Ráðherra hefur eftirlit með framkvæmd viðbótarlauna og skal gera hlutaðeigandi ráðherra eða stjórn grein fyrir því ef hann telur að framkvæmdin sé í ósamræmi við þær forsendur sem settar hafa verið um viðbótarlaun skv. 1. mgr. Félagi forstöðumanna ríkisstofnana er heimilt að óska eftir samantekt ráðherra á framkvæmd þessarar málsgreinar.
Taka skal mál til meðferðar skv. 1. og 3. mgr. að ósk hlutaðeigandi ráðherra, stjórnar eða Félags forstöðumanna ríkisstofnana eða þegar þurfa þykir og ætíð ef orðið hafa verulegar breytingar á launum í þjóðfélaginu eða á störfum forstöðumanna. Eigi sjaldnar en árlega skal meta hvort tilefni sé til breytinga á fjárhæð grunnlaunaflokka og undirflokka. Ákvarðanir skv. 1. og 5. mgr. skulu rökstuddar og birtar opinberlega á aðgengilegan hátt.
Ráðherra skal taka saman og birta árlega sundurliðaðar upplýsingar um heildarlaun þeirra er falla undir kjararáð, þeirra embættismanna sem falla undir grein þessa og framkvæmdastjóra félaga sem eru að meiri hluta í eigu ríkisins. Stjórnum félaga í meirihlutaeigu ríkisins er skylt að veita ráðherra upplýsingar um heildarlaun framkvæmdastjóra þeirra.
Ákvörðunum samkvæmt þessari grein verður ekki skotið til annars stjórnvalds. -
(39.
gr.
b.)
Hlutaðeigandi ráðherra eða stjórn getur falið sérstakri hæfnisnefnd þriggja manna að meta hæfni umsækjenda um starf forstöðumanns og er niðurstaða hennar ráðgefandi. Ráðherra sem fer með starfsmannamál ríkisins setur reglur um hæfnisnefndir þar sem m.a. er fjallað um skipun nefndar og hæfi nefndarmanna svo og verkefni og málsmeðferð. Kostnaður af störfum hæfnisnefnda greiðist af viðkomandi ráðherra eða stjórn. -
(39.
gr.
c.)
Ráðherra skal setja heildstæða stjórnendastefnu. Ráðherra skal veita aðstoð og ráðgjöf um framkvæmd stjórnendastefnu og setja fram verklagsreglur og leiðbeiningar sem þýðingu geta haft við framkvæmd hennar, m.a. um hvaða almennu hæfnisþætti leggja skuli áherslu á, framkvæmd frammistöðumats og gerð starfsþróunaráætlunar fyrir forstöðumenn, og skilgreiningu mælikvarða fyrir grunnmat á rekstri stofnana í samráði við hlutaðeigandi ráðherra eða stjórn.
Forstöðumaður, í samráði við hlutaðeigandi ráðherra, getur gert samning um starfslok við starfsmenn stofnunar. Ráðherra setur nánari reglur um við hvaða aðstæður forstöðumanni er heimilt að gera samning um starfslok og helstu efnisþætti slíks samnings. -
Við
ákvæði
til
bráðabirgða
í
lögunum
bætist
ný
málsgrein,
svohljóðandi:
Þeir sem skipaðir hafa verið sendifulltrúar fyrir gildistöku laga þessara njóta áfram sömu réttinda og bera sömu skyldur og embættismenn skv. II. hluta laga þessara. - Lög um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, með síðari breytingum: Í stað orðanna „ákvörðun kjararáðs um kjör skrifstofustjóra“ í 3. mgr. 22. gr. laganna kemur: kjörum skrifstofustjóra.
-
Lög um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga, nr. 2/1997, með síðari breytingum:
- Á eftir orðunum „ákvarðanir kjararáðs“ í 1. málsl. 5. mgr. 7. gr. laganna kemur: ákvarðanir skv. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
- Við 2. mgr. 21. gr. laganna bætist: eða 39. gr. a laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
-
Lög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997, með síðari breytingum:
- Við 1. málsl. 3. gr. laganna bætist: og 39. gr. a laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
- Á eftir orðunum „ákvarðanir kjararáðs“ í 6. mgr. 23. gr. laganna kemur: ákvarðanir skv. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
- Við 2. mgr. 35. gr. laganna bætist: eða 39. gr. a laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
-
Lög
um
umboðsmann
skuldara,
nr.
100/2010,
með
síðari
breytingum:
2.
mgr.
2.
gr.
laganna
orðast
svo:
Um laun og önnur launakjör umboðsmanns skuldara fer skv. 39. gr. a laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. - Lög um Bankasýslu ríkisins, nr. 88/2009, með síðari breytingum: 3. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Um laun og önnur launakjör forstjóra fer skv. 39. gr. a laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og stjórn stofnunarinnar semur starfslýsingu hans.
- Samkeppnislög, nr. 44/2005, með síðari breytingum: 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Um laun og önnur launakjör forstjóra fer skv. 39. gr. a laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
- Lög um Byggðastofnun, nr. 106/1999, með síðari breytingum: 2. málsl. 5. gr. laganna orðast svo: Um laun og önnur launakjör forstjóra fer skv. 39. gr. a laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
- Lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, með síðari breytingum: 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Um laun og önnur launakjör forstjóra fer skv. 39. gr. a laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
- Lög um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum: 2. málsl. 8. gr. laganna orðast svo: Um laun og önnur launakjör forstjóra fer skv. 39. gr. a laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
-
Lög
um
Nýsköpunarsjóð
atvinnulífsins,
nr.
61/1997,
með
síðari
breytingum:
2.
mgr.
5.
gr.
laganna
orðast
svo:
Um laun og önnur launakjör framkvæmdastjóra fer skv. 39. gr. a laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. - Lög um umboðsmann barna, nr. 83/1994, með síðari breytingum: 1. málsl. 3. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Um laun og önnur launakjör umboðsmanns barna fer skv. 39. gr. a laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
- Lög um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, nr. 50/2014, með síðari breytingum: Í stað orðsins „kjararáð“ í 1. málsl. 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: ráðherra.
- Lög um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, með síðari breytingum: B-liður 28. gr. laganna orðast svo: Ákveða laun og starfskjör fulltrúa í peningastefnunefnd. Kjararáð ákveður laun og önnur starfskjör seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra.
-
Lög um dómstóla:
- nr. 15/1998, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Kjararáð“ í 4. mgr. 13. gr. og 2. málsl. 4. mgr. 23. gr. laganna kemur: Ráðherra.
-
nr. 50/2016:
- Í stað orðsins „Kjararáð“ í 4. mgr. 6. gr. laganna kemur: Ráðherra.
- Í stað orðsins „Kjararáð“ í 2. málsl. 4. mgr. 9. gr. laganna kemur: Stjórn dómstólasýslunnar.
- Við 1. mgr. 15. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Stjórn dómstólasýslunnar ákveður laun og starfskjör skrifstofustjóra.
- Við 1. mgr. 23. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Stjórn dómstólasýslunnar ákveður laun og starfskjör skrifstofustjóra.
- Lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016: Í stað orðsins „Kjararáð“ í 1. málsl. 1. mgr. 19. gr. laganna kemur: Forsætisnefnd Alþingis.
- Lög um hlutafélög, nr. 2/1995, með síðari breytingum: Orðin „þó ekki laun og aðrar greiðslur til forstjóra hlutafélags sem er að meiri hluta í eigu ríkissjóðs og forstjóra hlutafélags í eigu þess“ í 1. málsl. 1. mgr. 79. gr. a laganna falla brott.
- Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94/1986, með síðari breytingum: Við 1. tölul. 2. mgr. 1. gr. og 1. tölul. 1. mgr. 19. gr. laganna bætist: og 39. gr. a laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
-
Lög
um
Landsvirkjun,
nr.
42/1983,
með
síðari
breytingum:
1.
mgr.
6.
gr.
laganna
orðast
svo:
Stjórn Landsvirkjunar ræður forstjóra er veitir fyrirtækinu forstöðu og ákvarðar laun og starfskjör hans. Forstjóri skal eiga sæti á stjórnarfundum. Stjórn skal setja starfskjarastefnu þar sem fram skulu koma grundvallaratriði varðandi laun og starfskjör stjórnenda og stefnu fyrirtækisins varðandi samninga við stjórnendur. Jafnframt skal þar koma fram hvort og þá við hvaða aðstæður og innan hvaða ramma heimilt er að greiða eða umbuna stjórnendum til viðbótar grunnlaunum. - Lög um utanríkisþjónustu Íslands, nr. 39/1971, með síðari breytingum: Í stað orðsins „starfsmenn“ í 1. málsl. 9. gr. laganna kemur: embættismenn.
-
Lög um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938, með síðari breytingum:
- 1. málsl. 7. mgr. 20. gr. laganna orðast svo: Kjararáð ákveður laun ríkissáttasemjara.
-
1.
mgr.
66.
gr.
laganna
orðast
svo:
Allur kostnaður við Félagsdóm greiðist úr ríkissjóði eftir ákvörðun ráðherra. Kjararáð ákveður þó þóknun til dómara.
Ákvæði til bráðabirgða.
Þrátt
fyrir
gildistöku
laga
þessara
skulu
allir
þeir
sem
falla
undan
úrskurðarvaldi
kjararáðs
halda
kjaraákvörðunum
samkvæmt
lögum
nr.
47/2006
þar
til
ný
ákvörðun
hefur
verið
tekin
um
laun
og
starfskjör
þeirra
samkvæmt
lögum
þessum.
Þrátt
fyrir
gildistöku
laga
þessara
skal
forseti
Hæstaréttar
ákvarða
laun
og
starfskjör
skrifstofustjóra
Hæstaréttar
skv.
2.
mgr.
39.
gr.
a
laga
um
réttindi
og
skyldur
starfsmanna
ríkisins,
nr.
70/1996,
þar
til
lög
um
dómstóla,
nr.
50/2016,
taka
gildi.
Þrátt
fyrir
gildistöku
laga
þessara
skal
ákvörðun
um
laun
og
starfskjör
biskups,
vígslubiskupa,
prófasta
og
presta
þjóðkirkjunnar
heyra
undir
kjararáð
þar
til
samkomulag
hefur
náðst
við
þjóðkirkjuna
um
nýtt
launafyrirkomulag.
Þrátt
fyrir
gildistöku
laga
þessara
skulu
núverandi
kjararáðsmenn
halda
skipun
sinni
út
skipunartímann.
Málum
sem
við
gildistöku
laga
þessara
hafa
verið
tekin
til
meðferðar
skal
lokið
samkvæmt
ákvæðum
laga
nr.
47/2006.
Eftir
atvikum
er
kjararáði
þó
heimilt
að
vísa
þeim
til
meðferðar
hjá
fimm
manna
kjararáði
skv.
2.
gr.
laga
þessara.
Þrátt
fyrir
gildistöku
laga
þessara
skulu
ákvarðanir
bankaráðs
Seðlabanka
Íslands
um
rétt
núverandi
seðlabankastjóra
og
aðstoðarseðlabankastjóra
til
biðlauna
og
eftirlauna
og
ákvarðanir
um
önnur
réttindi
sem
varða
fjárhagslega
hagsmuni
seðlabankastjóra
halda
gildi
sínu.
Gjört í Reykjavík, 30. desember 2016.
Guðni
Th.
Jóhannesson.
(L.
S.)
Bjarni Benediktsson.
A deild - Útgáfud.: 30. desember 2016